Dansaði við konuna og gæti losnað af spítala bráðlega Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 20:59 Guðmundur Felix og Sylvia á góðri stundu. Vilhelm Gunnarsson Létt var yfir Guðmundi Felix Grétarssyni og eiginkonu hans Sylwiu Gretarsson Nowakowska þar sem þau stigu nokkur dansspor á spítalanum þar sem hann dvelur. Guðmundur hefur gengist undir margar skurðaðgerðir undanfarna daga. „Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum. Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
„Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum.
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10
„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52
Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56