Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Sigurður Orri Kristjánsson og Eiður Þór Árnason skrifa 7. maí 2023 15:46 Anna María Bogadóttir og Borghildur Sturludóttir arkitektar ræddu framtíð húsnæðisuppbyggingar á Íslandi í Sprengisandi. Vísir Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni. Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni.
Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira