„Djöfull er ég fúll“ Einar Kárason skrifar 8. maí 2023 22:30 Hermann, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur eftir að ÍBV hafði haldið hreinu í 95 mínútur gegn Víking, heitasta liði landsins, en tapa samt. ÍBV tapaði 0-1 fyrir Víking á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Sigurmarkið skoraði Nikolaj Hansen þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir hefðbundinn leiktíma. „Djöfull er þetta fúlt. Sérstaklega þegar þu færð tvö atvik í aðdraganda marksins. Í fyrsta lagi er þetta aldrei aukaspyrna og svo er þetta útspark. Það er mínúta eftir og Víkingar fá bæði vafaatriðin með sér. Er það af því að þetta er stóra liðið?,“ sagði Hermann og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar. „Þetta er þreytt. Þetta er ekki fyrsta skiptið. Ég er pirraður yfir því en leikurinn var geggjaður. Frábær frammistaða og við hlupum úr okkur lungun gegn frábæru liði. Þeir eru efstir. Ég er ótrúlega ánægður með vinnsluna en ótrúlega fúll að hafa ekki fengið neitt. Rangar ákvarðanir kostuðu okkur.“ „Við fáum fyrstu færin og bestu færin framan af. Það hefði verið gott að nýta þau. Svo fá þeir eitthvað af færum. Þetta var flottur fótboltaleikur og við jöfnuðum þá í þessu fjöri. Þetta var baráttuleikur. Ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt þegar við komumst þetta langt. Tvær lélegar dómaraákvarðanir. Bara vitlausar. Það kostaði okkur. Ekki vegna þess að Víkingar hafi átt þetta skilið. Þeir unnu ekki fyrir því heldur dómarinn. Það er þreytt.“ Richard King og Dwayne Atkinson spiluðu sínar fyrstu mínútur fyrir ÍBV í dag, eftir eina æfingu, og var Hermann ánægður með nýju viðbótina. „Þeir voru, eins og allir hinir, frábærir. Þeir eru nýkomnir til landsins og eru sniðnir inn í þetta hjá okkur. Mér fannst þeir báðir eiga stórleik. Hrikalega flottir, eins og allir í liðinu.“ „Djöfull er ég fúll,“ sagði Hermann, brosandi gegnum pirringinn, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Besta deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
ÍBV tapaði 0-1 fyrir Víking á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Sigurmarkið skoraði Nikolaj Hansen þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir hefðbundinn leiktíma. „Djöfull er þetta fúlt. Sérstaklega þegar þu færð tvö atvik í aðdraganda marksins. Í fyrsta lagi er þetta aldrei aukaspyrna og svo er þetta útspark. Það er mínúta eftir og Víkingar fá bæði vafaatriðin með sér. Er það af því að þetta er stóra liðið?,“ sagði Hermann og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar. „Þetta er þreytt. Þetta er ekki fyrsta skiptið. Ég er pirraður yfir því en leikurinn var geggjaður. Frábær frammistaða og við hlupum úr okkur lungun gegn frábæru liði. Þeir eru efstir. Ég er ótrúlega ánægður með vinnsluna en ótrúlega fúll að hafa ekki fengið neitt. Rangar ákvarðanir kostuðu okkur.“ „Við fáum fyrstu færin og bestu færin framan af. Það hefði verið gott að nýta þau. Svo fá þeir eitthvað af færum. Þetta var flottur fótboltaleikur og við jöfnuðum þá í þessu fjöri. Þetta var baráttuleikur. Ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt þegar við komumst þetta langt. Tvær lélegar dómaraákvarðanir. Bara vitlausar. Það kostaði okkur. Ekki vegna þess að Víkingar hafi átt þetta skilið. Þeir unnu ekki fyrir því heldur dómarinn. Það er þreytt.“ Richard King og Dwayne Atkinson spiluðu sínar fyrstu mínútur fyrir ÍBV í dag, eftir eina æfingu, og var Hermann ánægður með nýju viðbótina. „Þeir voru, eins og allir hinir, frábærir. Þeir eru nýkomnir til landsins og eru sniðnir inn í þetta hjá okkur. Mér fannst þeir báðir eiga stórleik. Hrikalega flottir, eins og allir í liðinu.“ „Djöfull er ég fúll,“ sagði Hermann, brosandi gegnum pirringinn, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Besta deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira