Stúkan ræddi stöðuna á KR: Rúnar á skilið meiri stuðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 10:31 Rúnar Kristinsson á varmannabekknum hjá KR í skellinum á móti Val. Vísir/Diego Stúkan fór yfir sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta og í Uppbótatímanum var full ástæða til að ræða stöðuna á karlaliði KR. KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023 Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00
Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17
Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08