Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 13:01 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir tryggði ÍBV hádramatískan sigur gegn Haukum í síðasta leik í Eyjum en Haukar jöfnuðu svo einvígið í 2-2 í framlengdum leik á heimavelli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Liðin mætast í fimmta og síðasta sinn í kvöld klukkan 18, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðað við leikina til þessa má búast við mikilli spennu en tveir leikjanna hafa farið í framlengingu og í síðasta leik í Eyjum skoraði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sigurmarkið á síðustu sekúndu eftir að Marta Wawrzynkowska hafði varið víti Elínar Klöru Þorkelsdóttur. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar en hafa blómstrað í úrslitakeppninni, undir stjórn Díönu sem varð aðalþjálfari liðsins fyrir tveimur mánuðum þegar Ragnar Hermannsson hætti. Díana Guðjónsdóttir virðist vera á hárréttri braut sem aðalþjálfari Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég tak hatt minn ofan fyrir Haukum. Þetta er allt annað lið en í upphafi móts. Þetta er það lið sem hefur vaxið hvað mest í vetur og stórt hrós á Díönu sem tekur við þeim seint í vetur. Það er frábært að sjá þessa orku hjá þeim,“ segir Sigurður, hrifinn af því sem Díana hefur gert með Haukaliðið: „Það hefur nú verið kallað eftir kvennaþjálfurum og þetta er flott hjá henni. Maður hefur ekki séð kvennaþjálfara koma svona flott inn síðan að Hrafnhildur Skúladóttir kom inn í þetta. Það hafa stelpur þarna vaxið gífurlega og þetta er bara alvöru lið, enda slærðu ekki öðruvísi út Fram 2-0 og kemur einvígi við deildar- og bikarmeistarana í oddaleik. Þær eiga allt gott skilið,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason kveðst handviss um að ÍBV komist áfram í úrslitaeinvígið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Fullt hús og öllu til tjaldað“ Þrátt fyrir að hafa hrifist af mótherjum sínum er Sigurður sannfærður um að deildar- og bikarmeistararnir hans vinni í kvöld og komist í úrslitaeinvígið við Val: „Ég er bara þar. Ég hef fulla trú á að við vinnum í kvöld og nýtum okkur heimavöllinn. Ég hef fundið það á fundum og æfingum að stelpurnar eru þarna líka. Við ætlum að fara í þennan leik til að sigra en verðum að vera gjörsamlega „on it“. Við verðum það, með okkar fólki. Það verður fullt hús og öllu til tjaldað.“ Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 18. Leikurinn er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17.45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira