Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 11:45 Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00