Besta upphitunin: Gunnhildur Yrsa í tveimur vinnum auk fótboltans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 15:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sæunn Björnsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni. stöð 2 sport Þriðja umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Til að hita upp fyrir hana fékk Helena Ólafsdóttir til sín góða gesti, Stjörnukonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Þróttarann Sæunni Björnsdóttur. Gunnhildur er kominn aftur í Stjörnuna eftir ellefu ára fjarveru og farsælan feril í atvinnumennsku. Hún er ekkert komin heim til að slaka á þótt hún hafi viljað losna við hið mikla álag sem er í Bandaríkjunum, þar sem hún spilaði síðast. „Þetta var rétti tíminn. Líkaminn aðeins að gefa sig og mikil ferðalög í Bandaríkjunum og mikið álag. Ég vildi halda áfram að spila og ef ég ætlaði að gera það þurfti ég að minnka aðeins álagið. Ég vildi líka fara að vinna. Ég vildi ekki bara hafa fótbolta, hafa meira að gera og fá festu í lífið. Og planið var alltaf að enda ferilinn í Stjörnunni,“ sagði Gunnhildur sem vinnur svo sannarlega en hún er í tveimur vinnum. „Ég vinn í Tækniskólanum og svo er ég yfirþjálfari hjá Öspinni. Það er langt síðan ég hef unnið fyrir utan fótboltann þannig ég er bara spennt, með mikla orku og vil gefa af mér.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 3. umferð Sæunn er í stóru hlutverki hjá Þrótti sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Hún kom til Þróttar frá Haukum, með millilendingu í Fylki. Hún leyfir sér að dreyma um atvinnumennsku. „Jájá, sérstaklega þegar maður sér jafnaldra sína og leikmenn sem maður spilaði á móti og ólst upp með, eins og Alexöndru [Jóhannsdóttur], Karólínu [Leu Vilhjálmsdóttur] og Sveindísi [Jane Jónsdóttur] sem eru að lifa drauminn. Það er ekkert sem mér finnst rosa fjarstætt,“ sagði laganeminn Sæunn. „Maður getur séð sig fara út en svo er skóli og vinna sem maður þarf að hugsa út í. Þetta eru tveir pólar en eitthvað kæmi upp myndi maður hugsa út í það.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Gunnhildur er kominn aftur í Stjörnuna eftir ellefu ára fjarveru og farsælan feril í atvinnumennsku. Hún er ekkert komin heim til að slaka á þótt hún hafi viljað losna við hið mikla álag sem er í Bandaríkjunum, þar sem hún spilaði síðast. „Þetta var rétti tíminn. Líkaminn aðeins að gefa sig og mikil ferðalög í Bandaríkjunum og mikið álag. Ég vildi halda áfram að spila og ef ég ætlaði að gera það þurfti ég að minnka aðeins álagið. Ég vildi líka fara að vinna. Ég vildi ekki bara hafa fótbolta, hafa meira að gera og fá festu í lífið. Og planið var alltaf að enda ferilinn í Stjörnunni,“ sagði Gunnhildur sem vinnur svo sannarlega en hún er í tveimur vinnum. „Ég vinn í Tækniskólanum og svo er ég yfirþjálfari hjá Öspinni. Það er langt síðan ég hef unnið fyrir utan fótboltann þannig ég er bara spennt, með mikla orku og vil gefa af mér.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 3. umferð Sæunn er í stóru hlutverki hjá Þrótti sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Hún kom til Þróttar frá Haukum, með millilendingu í Fylki. Hún leyfir sér að dreyma um atvinnumennsku. „Jájá, sérstaklega þegar maður sér jafnaldra sína og leikmenn sem maður spilaði á móti og ólst upp með, eins og Alexöndru [Jóhannsdóttur], Karólínu [Leu Vilhjálmsdóttur] og Sveindísi [Jane Jónsdóttur] sem eru að lifa drauminn. Það er ekkert sem mér finnst rosa fjarstætt,“ sagði laganeminn Sæunn. „Maður getur séð sig fara út en svo er skóli og vinna sem maður þarf að hugsa út í. Þetta eru tveir pólar en eitthvað kæmi upp myndi maður hugsa út í það.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira