Sýndarveruleiki útilokar íslensk fyrirtæki Steinar Sveinsson skrifar 9. maí 2023 15:01 Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun