„Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær með Denver Nuggets í mikilvægum sigri í úrslitakeppninni í nótt. Getty/Matthew Stockman Nikola Jokic sættist við eiganda Phoenix Suns fyrir leik og fór síðan fyrir sínum mönnum í sigri Denver Nuggets sem komst í 3-2 í úrslitakeppni NBA í nótt alveg eins og Philadelphia 76ers gerði með sigri í Boston. Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023 NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023
NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira