Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 23:36 Frumvarp um veitingu ríkisborgarréttar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þingmanna sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Vísir/Vilhelm Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt. Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt.
Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07