Schumacher hafi gert vel í erfiðum aðstæðum | „Án efa haft mikil áhrif“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 16:01 Schumacher feðgarnir Michael og Mick Vísir/Getty Johnny Herbert, margreyndur fyrrum ökumaður í Formúlu 1, segist finna til með Mick Schumacher sem geti ekki notið leiðsagnar föður síns, Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, á sínum eigin ökumannsferli í mótaröðinni. Herbert ók í Formúlu 1 yfir ellefu ára tímabil frá árinu 1989 til ársins 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi í kringum mótaröðina, meðal annars fyrir Sky Sports. Í viðtali á dögunum var Herbert spurður út í Mick Schumacher, sem er nú varaökumaður Mercedes í Formúlu 1, en sá er sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher sem er af mörgum talinn besti Formúlu 1 ökumaður allra tíma. „Án efa haft mikil áhrif“ Mick hefur þurft að feta sinn feril í mótaröðinni án leiðsagnar föður síns en Michael lenti í alvarlegu skíðaslysi í Frönsku ölpunum árið 2013, lítið hefur spurst um líðan hans síðan þá. Schumacher-fjölskyldan hefur virt þá ósk Michaels, sem hann viðhafði á sínum ökumannsferli, að einkalífi fjölskyldunnar skyldi haldið utan kastljóss fjölmiðla. „Ástand Michael Schumacher hefur án efa haft mikil áhrif á Mick,“ lét Johnny Herbert hafa eftir sér í viðtali á dögunum. „Þetta getur ekki hafa verið auðvelt fyrir ökumanninn unga sökum þess hverju faðir hans náði að afreka.“ Mick þreytti frumraun sína sem aðalökumaður í Formúlu 1 tímabilið 2021 hjá bandaríska liðinu Haas. Hann ók hjá liðinu yfir tveggja tímabila skeið og var um leið hluti af akademíu Ferrari, liðinu sem faðir hans vann sína stærstu sigra hjá. Var látinn taka poka sinn Mick bar höfuð og herðar yfir liðsfélagann sinn, Nikita Mazepin, tímabilið 2021 en laut í lægra haldi fyrir Kevin Magnussen, sem tók sæti Mazepin, tímabilið 2022. Í kjölfarið ákvað Haas að binda enda á samstarf sitt við Schumacher. „Hann var mikið í kringum föður sinn þegar að hann var yngri en svo getur faðir hans ekki fylgt honum í gegnum hans eigin feril. Það hafa, að sjálfsögðu, margir rétt Mick hjálparhönd á þessum tíma en hann er nú í stöðu þar sem að hann þráir hjálp frá föður sínum.“ Herbert segir Mick hins vegar hafa staðið sig afar vel í þessum krefjandi aðstæðum. „Hann hefur fengið mikla athygli sökum þess hver hann er og hvaða nafn hann ber. Það fylgja Schumacher nafninu ákveðnar væntingar og pressa í Formúlu 1. Hann náði ekki að skapa sér það tækifæri að halda áfram sem aðalökumaður í Formúlu 1 en hann er enn í séns á að snúa aftur.“ Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Herbert ók í Formúlu 1 yfir ellefu ára tímabil frá árinu 1989 til ársins 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi í kringum mótaröðina, meðal annars fyrir Sky Sports. Í viðtali á dögunum var Herbert spurður út í Mick Schumacher, sem er nú varaökumaður Mercedes í Formúlu 1, en sá er sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher sem er af mörgum talinn besti Formúlu 1 ökumaður allra tíma. „Án efa haft mikil áhrif“ Mick hefur þurft að feta sinn feril í mótaröðinni án leiðsagnar föður síns en Michael lenti í alvarlegu skíðaslysi í Frönsku ölpunum árið 2013, lítið hefur spurst um líðan hans síðan þá. Schumacher-fjölskyldan hefur virt þá ósk Michaels, sem hann viðhafði á sínum ökumannsferli, að einkalífi fjölskyldunnar skyldi haldið utan kastljóss fjölmiðla. „Ástand Michael Schumacher hefur án efa haft mikil áhrif á Mick,“ lét Johnny Herbert hafa eftir sér í viðtali á dögunum. „Þetta getur ekki hafa verið auðvelt fyrir ökumanninn unga sökum þess hverju faðir hans náði að afreka.“ Mick þreytti frumraun sína sem aðalökumaður í Formúlu 1 tímabilið 2021 hjá bandaríska liðinu Haas. Hann ók hjá liðinu yfir tveggja tímabila skeið og var um leið hluti af akademíu Ferrari, liðinu sem faðir hans vann sína stærstu sigra hjá. Var látinn taka poka sinn Mick bar höfuð og herðar yfir liðsfélagann sinn, Nikita Mazepin, tímabilið 2021 en laut í lægra haldi fyrir Kevin Magnussen, sem tók sæti Mazepin, tímabilið 2022. Í kjölfarið ákvað Haas að binda enda á samstarf sitt við Schumacher. „Hann var mikið í kringum föður sinn þegar að hann var yngri en svo getur faðir hans ekki fylgt honum í gegnum hans eigin feril. Það hafa, að sjálfsögðu, margir rétt Mick hjálparhönd á þessum tíma en hann er nú í stöðu þar sem að hann þráir hjálp frá föður sínum.“ Herbert segir Mick hins vegar hafa staðið sig afar vel í þessum krefjandi aðstæðum. „Hann hefur fengið mikla athygli sökum þess hver hann er og hvaða nafn hann ber. Það fylgja Schumacher nafninu ákveðnar væntingar og pressa í Formúlu 1. Hann náði ekki að skapa sér það tækifæri að halda áfram sem aðalökumaður í Formúlu 1 en hann er enn í séns á að snúa aftur.“
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira