Á ríkissjóður enga vini? Ívar Karl Hafliðason skrifar 12. maí 2023 13:30 Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Ég er til að vera vinur ríkissjóðs í þessu máli. Í ljósi þess hve lítinn áhuga lífeyrissjóðir hafa sýnt uppbyggingu innviða á landsbyggðinni þá held ég að það væri vel á því að þeir fjármunir sem myndu sparast, við að gera höfuðstól þessara lána upp, færu að hluta í vel skilgreind innviðaverkefni sem myndu nýtast íbúum þessa lands. Með því má leggja grunninn af því að landsbyggðin blómstri okkur öllum til hagsældar. Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis er talað um að kostnaður ríkisins vegna sjóðsins aukist um 1500 milljónir króna á hverjum mánuði eða um 18 milljarða króna á ári að óbreyttu. Við slit á sjóðnum væri hægt að nýta þennan pening metnaðarfulla innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. Við gætum horft til frænda okkar í Færeyjum sem hafa fjárfest svo um munar í bættum samgöngum. Þeir eru nefnilega búnir að sjá út að góðar samgöngur eru undirstaða þess að þjóðin geti lifað og starfað sem ein heild. Verkefni sem hægt væri að ráðast í á næstu árum, og áratugum eru m.a.: Fjármögnun jarðgangnaáætlunar Bætt bráðaþjónustu í heilbrigðismálum Styrkja nauðsynlega innviði til orkuskipta Tvöfalda allar brýr á hringveginum Ráðast í uppbyggingu félagslegs húsnæðis Uppbygging flugvalla Ég er viss um að ég yrði ekki einn um að verða vinur ríkissjóðs í þessu máli sé það á hreinu að þessir fjármunir fari í verkefni sem nýtast muni landsmönnum með áþreifanlegum hætti. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍL-sjóður Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Ég er til að vera vinur ríkissjóðs í þessu máli. Í ljósi þess hve lítinn áhuga lífeyrissjóðir hafa sýnt uppbyggingu innviða á landsbyggðinni þá held ég að það væri vel á því að þeir fjármunir sem myndu sparast, við að gera höfuðstól þessara lána upp, færu að hluta í vel skilgreind innviðaverkefni sem myndu nýtast íbúum þessa lands. Með því má leggja grunninn af því að landsbyggðin blómstri okkur öllum til hagsældar. Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis er talað um að kostnaður ríkisins vegna sjóðsins aukist um 1500 milljónir króna á hverjum mánuði eða um 18 milljarða króna á ári að óbreyttu. Við slit á sjóðnum væri hægt að nýta þennan pening metnaðarfulla innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. Við gætum horft til frænda okkar í Færeyjum sem hafa fjárfest svo um munar í bættum samgöngum. Þeir eru nefnilega búnir að sjá út að góðar samgöngur eru undirstaða þess að þjóðin geti lifað og starfað sem ein heild. Verkefni sem hægt væri að ráðast í á næstu árum, og áratugum eru m.a.: Fjármögnun jarðgangnaáætlunar Bætt bráðaþjónustu í heilbrigðismálum Styrkja nauðsynlega innviði til orkuskipta Tvöfalda allar brýr á hringveginum Ráðast í uppbyggingu félagslegs húsnæðis Uppbygging flugvalla Ég er viss um að ég yrði ekki einn um að verða vinur ríkissjóðs í þessu máli sé það á hreinu að þessir fjármunir fari í verkefni sem nýtast muni landsmönnum með áþreifanlegum hætti. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar