Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. maí 2023 09:31 Sveinn Runólfsson segir útlendinga ekki komna til landsins til að sjá tré. Skógleysið sé auðlind Íslands. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. „Skógur byrgir útsýnið núorðið víða um land,“ segir Sveinn sem fer nú fyrir nýjum náttúruverndarsamtökum er kallast VÍN, eða Vinir íslenskrar náttúru. Samtökin hafa sent bréf á allar sveitarstjórnir þar sem þær eru hvattar til þess að skipuleggja land vel og ekki leyfa skógrækt hvar sem er. Um áratuga skeið hafi orðið mörg stórslys með ræktun hárra trjáa. Sveinn nefnir Systrafoss við Kirkjubæjarklaustur sem dæmi. Foss sem hann telur vera einn þann fallegasta á landinu og dragi margan ferðamanninn að. En sitkagreni hefur verið plantað nærri allan hringinn í kringum fossinn sem eyðileggur útsýnið. „Nú sér varla einasta sála fossinn lengur. Grenið er orðið svo hávaxið,“ segir Sveinn. „Þeir sem eru lengst frá sjá glitta í fossinn en aðrir sjá hann alls ekki.“ Systrafoss við Kirkjubæjarklaustur sést varla fyrir trjám lengur.Visit South Iceland Það sama sé að gerast annars staðar, einkum á Suðurlandi. Meðal annars sé mikil skógrækt í kringum Seljalandsfoss í Rangárþingi eystra. Hún muni girða fyrir fossinn og byrgja vegfarendum sýn að honum. Hættulegt fyrir ökumenn Þá segir Sveinn að víða sé verið að planta öspum með fram vegum, meðal annars í Hrunamannahreppi. Þegar aspir rísa hátt og laufgast taki þær alla sýn til fjalla. Vandinn sé þó ekki bundinn við Suðurlandið. Í Dalasýslu, sem dæmi sé átak um að planta öspum með fram vegum. Sveinn segir að fyrir utan að eyðileggja útsýni sé þetta beinlínis hættulegt. „Ég skil ekki hvers vegna Vegagerðin leyfir þetta. Ef ökumenn keyra út af og skella á tuttugu ára gamalli ösp eru þeir dauðans matur,“ segir hann. Furan einskis nýt Samkvæmt Sveini hafa fulltrúar frá VÍN fundað með aðilum í ferðaþjónustunni og heyrt að þeir séu uggandi yfir stöðunni. Kannanir sýni að ferðamenn séu komnir til Íslands til þess að sjá sérstaka náttúru landsins, og berangurinn sé hluti af því. „Ég tel að skógleysið sé auðlind fyrir okkur Íslendinga,“ segir Sveinn. „Útlendingar eru ekki að koma til Íslands til að sjá skóg. Þeir eiga fjandans nóg af honum heima hjá sér.“ Verstar séu erlendar, hávaxnar og ágengar trjátegundir eins og alaskaösp, sitkagreni og stafafura. Samkvæmt Sveini eiga þessar tegundir ekkert erindi í íslenska náttúru.„Stafafuran er ágengasta tegund í heimi,“ segir hann. „Í mínum huga er hún algerlega einskis nýt.“ Stafafuran er notuð mikið í skógrækt hér á Íslandi og nú er hún orðin verulega útbreidd. Samkvæmt Sveini skilar stafafuran engum arði fyrir Ísland og aðeins sé hægt að mala hana niður í þilplötur. Sitkagrenið verði ágegnt um fjörutíu árum eftir gróðursetningu. Hægt sé að fá úr því borðvið en reynslan frá Skotlandi sýni að grenið þar er allt malað niður. „Við eigum heldur ekki að planta birki alls staðar,“ segir Sveinn um hina alíslensku trjáplöntu. „Við hjá VÍN segjum: Rétt tré á réttum stað.“ Fólk narrað til skógræktunar VÍN hvetja sveitarstjórnir til þess að taka skipulagshlutverk sitt alvarlega til að koma í veg fyrir slys eins og áður hafi verið gerð. Hugsa þurfi vel um hvernig landnýting eigi að vera, hvar eigi að vera landbúnaður, hvar frístundabyggð og hvar skógrækt. Sveinn segir mikinn þrýsting á skógrækt og sumt fólk sé hreinlega narrað til þess að rækta skóg á landi sínu til að binda kolefni. Þá eru erlend samtök einnig farin að rækta skóg, svo sem samtökin Mossy Earth sem hyggjast planta milljón trjám vestan við Heklu. Öspum hefur gjarnan verið plantað með fram vegum. Sveinn segir þetta hættulegt fyrir ökumenn og skemma útsýnið.Vilhelm Gunnarsson Það sé ekki auðvelt fyrir sveitarstjórnir að standast þennan þrýsting og stöðva þetta. En það fólk sem rækti skóg af vissri stærðargráðu á landi sínu þurfi framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórnum. Sveitarstjórnum skorti hins vegar oft bæði þekkingu og vald til að neita fólki um leyfi. Jafn vel þó það sé fyrirsjáanlegt að trén muni byrgja sýn. Sameining af hinu góða Sameining Landgræðslunnar og Skógræktarinnar er yfirvofandi og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram frumvarp þess efnis í vor. Hin nýja stofnun mun bera heitið Land og skógur. Þessum hópum hefur hins vegar ekki alltaf komið vel saman. „Okkur landgræðslufólki hefur greint á við skógræktina sem hafa, sérstaklega á undanförnum árum, lagt áherslu á að planta eigi skógi hvar sem er,“ segir Sveinn. Hann telur hins vegar að sameiningin sé af hinu góða. Sjálfur hafi hann margsinnis lagt sameiningu til í sinni tíð sem landgræðslustjóri. Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. 1. desember 2022 21:05 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Skógur byrgir útsýnið núorðið víða um land,“ segir Sveinn sem fer nú fyrir nýjum náttúruverndarsamtökum er kallast VÍN, eða Vinir íslenskrar náttúru. Samtökin hafa sent bréf á allar sveitarstjórnir þar sem þær eru hvattar til þess að skipuleggja land vel og ekki leyfa skógrækt hvar sem er. Um áratuga skeið hafi orðið mörg stórslys með ræktun hárra trjáa. Sveinn nefnir Systrafoss við Kirkjubæjarklaustur sem dæmi. Foss sem hann telur vera einn þann fallegasta á landinu og dragi margan ferðamanninn að. En sitkagreni hefur verið plantað nærri allan hringinn í kringum fossinn sem eyðileggur útsýnið. „Nú sér varla einasta sála fossinn lengur. Grenið er orðið svo hávaxið,“ segir Sveinn. „Þeir sem eru lengst frá sjá glitta í fossinn en aðrir sjá hann alls ekki.“ Systrafoss við Kirkjubæjarklaustur sést varla fyrir trjám lengur.Visit South Iceland Það sama sé að gerast annars staðar, einkum á Suðurlandi. Meðal annars sé mikil skógrækt í kringum Seljalandsfoss í Rangárþingi eystra. Hún muni girða fyrir fossinn og byrgja vegfarendum sýn að honum. Hættulegt fyrir ökumenn Þá segir Sveinn að víða sé verið að planta öspum með fram vegum, meðal annars í Hrunamannahreppi. Þegar aspir rísa hátt og laufgast taki þær alla sýn til fjalla. Vandinn sé þó ekki bundinn við Suðurlandið. Í Dalasýslu, sem dæmi sé átak um að planta öspum með fram vegum. Sveinn segir að fyrir utan að eyðileggja útsýni sé þetta beinlínis hættulegt. „Ég skil ekki hvers vegna Vegagerðin leyfir þetta. Ef ökumenn keyra út af og skella á tuttugu ára gamalli ösp eru þeir dauðans matur,“ segir hann. Furan einskis nýt Samkvæmt Sveini hafa fulltrúar frá VÍN fundað með aðilum í ferðaþjónustunni og heyrt að þeir séu uggandi yfir stöðunni. Kannanir sýni að ferðamenn séu komnir til Íslands til þess að sjá sérstaka náttúru landsins, og berangurinn sé hluti af því. „Ég tel að skógleysið sé auðlind fyrir okkur Íslendinga,“ segir Sveinn. „Útlendingar eru ekki að koma til Íslands til að sjá skóg. Þeir eiga fjandans nóg af honum heima hjá sér.“ Verstar séu erlendar, hávaxnar og ágengar trjátegundir eins og alaskaösp, sitkagreni og stafafura. Samkvæmt Sveini eiga þessar tegundir ekkert erindi í íslenska náttúru.„Stafafuran er ágengasta tegund í heimi,“ segir hann. „Í mínum huga er hún algerlega einskis nýt.“ Stafafuran er notuð mikið í skógrækt hér á Íslandi og nú er hún orðin verulega útbreidd. Samkvæmt Sveini skilar stafafuran engum arði fyrir Ísland og aðeins sé hægt að mala hana niður í þilplötur. Sitkagrenið verði ágegnt um fjörutíu árum eftir gróðursetningu. Hægt sé að fá úr því borðvið en reynslan frá Skotlandi sýni að grenið þar er allt malað niður. „Við eigum heldur ekki að planta birki alls staðar,“ segir Sveinn um hina alíslensku trjáplöntu. „Við hjá VÍN segjum: Rétt tré á réttum stað.“ Fólk narrað til skógræktunar VÍN hvetja sveitarstjórnir til þess að taka skipulagshlutverk sitt alvarlega til að koma í veg fyrir slys eins og áður hafi verið gerð. Hugsa þurfi vel um hvernig landnýting eigi að vera, hvar eigi að vera landbúnaður, hvar frístundabyggð og hvar skógrækt. Sveinn segir mikinn þrýsting á skógrækt og sumt fólk sé hreinlega narrað til þess að rækta skóg á landi sínu til að binda kolefni. Þá eru erlend samtök einnig farin að rækta skóg, svo sem samtökin Mossy Earth sem hyggjast planta milljón trjám vestan við Heklu. Öspum hefur gjarnan verið plantað með fram vegum. Sveinn segir þetta hættulegt fyrir ökumenn og skemma útsýnið.Vilhelm Gunnarsson Það sé ekki auðvelt fyrir sveitarstjórnir að standast þennan þrýsting og stöðva þetta. En það fólk sem rækti skóg af vissri stærðargráðu á landi sínu þurfi framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórnum. Sveitarstjórnum skorti hins vegar oft bæði þekkingu og vald til að neita fólki um leyfi. Jafn vel þó það sé fyrirsjáanlegt að trén muni byrgja sýn. Sameining af hinu góða Sameining Landgræðslunnar og Skógræktarinnar er yfirvofandi og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram frumvarp þess efnis í vor. Hin nýja stofnun mun bera heitið Land og skógur. Þessum hópum hefur hins vegar ekki alltaf komið vel saman. „Okkur landgræðslufólki hefur greint á við skógræktina sem hafa, sérstaklega á undanförnum árum, lagt áherslu á að planta eigi skógi hvar sem er,“ segir Sveinn. Hann telur hins vegar að sameiningin sé af hinu góða. Sjálfur hafi hann margsinnis lagt sameiningu til í sinni tíð sem landgræðslustjóri.
Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. 1. desember 2022 21:05 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. 1. desember 2022 21:05