Það er vegið að bændum þessa lands Anton Guðmundsson skrifar 13. maí 2023 11:00 Öll þekkjum við til íslenskra matarhefða sem fylgt hafa okkur í gegnum tíðina og þjóð okkar í áratugi, eitt það besta sem hægt er að bera á borð á íslenskum heimilum eru íslenskar hreinar afurðir sem aldar eru okkar einstaka landi, þar má nefna sjávarafurðir og afurðir landbúnaðarins. Flestir vita að notkun sýklalyfja í íslenskum landbúnaði er ein sú minnsta sem gerist í heiminum, sauðkindin drekkur tært lindarvatn og bítur gras við jökulrönd, heilnæmi íslenskra afurða er einstakur á heimsvísu. Á þeim tímum sem við lifum nú í dag á landbúnaðurinn á íslandi undir högg að sækja, það er sótt að íslenskum bændum víðast hvar, að mínu mati þurfum við að styðja betur við íslenska bændur og auka greiðslur til þeirra í gegnum búvörusamninga. En hver er í raun stefna Matvælaráðherra í þessum efnum ? ætlar ráðherra að auka en frekar á innflutning á erlendu lambakjöti? Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Nú ryðjast þessir innflutningsaðilar með spænskar lambaafurðir inn í matvöruverslanir og á stóreldhúsamarkað með aðeins einu markmiði að undirbjóða afurðir íslenskra bænda, það er vegið að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar með þessari framgöngu. Því eitt er víst ef við höldum áfram að flytja inn landbúnaðarafurðir á verði sem er ekki samkeppnishæft fyrir íslenska bændur þá mun þetta bara enda á einn veg. Þetta er ekki það sem íslenskir bændur þurfa á að halda á krefjandi tímum. Styðjum við bændur þessa lands og veljum íslenskt. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Öll þekkjum við til íslenskra matarhefða sem fylgt hafa okkur í gegnum tíðina og þjóð okkar í áratugi, eitt það besta sem hægt er að bera á borð á íslenskum heimilum eru íslenskar hreinar afurðir sem aldar eru okkar einstaka landi, þar má nefna sjávarafurðir og afurðir landbúnaðarins. Flestir vita að notkun sýklalyfja í íslenskum landbúnaði er ein sú minnsta sem gerist í heiminum, sauðkindin drekkur tært lindarvatn og bítur gras við jökulrönd, heilnæmi íslenskra afurða er einstakur á heimsvísu. Á þeim tímum sem við lifum nú í dag á landbúnaðurinn á íslandi undir högg að sækja, það er sótt að íslenskum bændum víðast hvar, að mínu mati þurfum við að styðja betur við íslenska bændur og auka greiðslur til þeirra í gegnum búvörusamninga. En hver er í raun stefna Matvælaráðherra í þessum efnum ? ætlar ráðherra að auka en frekar á innflutning á erlendu lambakjöti? Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Nú ryðjast þessir innflutningsaðilar með spænskar lambaafurðir inn í matvöruverslanir og á stóreldhúsamarkað með aðeins einu markmiði að undirbjóða afurðir íslenskra bænda, það er vegið að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar með þessari framgöngu. Því eitt er víst ef við höldum áfram að flytja inn landbúnaðarafurðir á verði sem er ekki samkeppnishæft fyrir íslenska bændur þá mun þetta bara enda á einn veg. Þetta er ekki það sem íslenskir bændur þurfa á að halda á krefjandi tímum. Styðjum við bændur þessa lands og veljum íslenskt. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar