Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2023 21:05 Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti með Sunnu sinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem sætu og fallegu lömbin koma þar í heiminn hvert á fætur öðru. Í fjárhúsinu er líka mjög sérstök kind fædd vorið 2019 og heitir hún Sunna. Saga Sunnu er mögnuð því það munaði minnstu að hún myndi lifa af þegar hún kom í heiminn, svo slöpp og léleg var hún og sýndi lítil viðbrögð þegar það var verið að koma henni til hjálpar með allskonar aðferðum. „En Svo fór mamma að púsla þessu saman og þá kom í ljós að hún er heyrnarlaus og það var mjög augljóst þegar mamma sagði það því hún tekur aldrei eftir manni fyrr en hún sér mann en kindur, sem þekkja mann heyra í manni og þekkja röddina,” segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi í Eystra Geldingaholti og eigandi Sunnu. Og þið eruð miklar vinkonur og náið vel saman? „Já, ég fer oft að heimsækja hana út á tún og hún vill helst að maður komi með nammi og hún svona krafsar í mann þangað til að maður gefur henni athygli eða nammi.” Pálína og Sunna eru miklar vinkonur og eiga fallegt samband við hvor aðra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er heyrnarleysið að há henni mikið ? „Nei, ekki þannig. Hún fer náttúrulega ekki langt, hún fer ekki á fjall og hennar heimur er bara móatúnið hér í kringum fjárhúsið,” segir Pálína. Pálína setur reglulega myndir og myndbönd inn á Instagram af sér og Sunnu og eiga þær fylgjendur út um allan heim en hægt er að fylgja þeim þar undir “Farmlife Iceland”. „Hún er búin að koma fram í einherjum sjónvarpsþáttum í útlöndum og viðtölum en við Sunna erum með um 270 þúsund fylgjendur á Instagram og ég myndi alveg segja að hún væri aðalstjarnan þar,” segir Pálína og hlær. En hvað er best við Sunnu? „Bara hún sjálf , hún er bara rosalega skemmtileg, hún er bara gæludýr. Mér þykir bara rosa vænt um hana,” segir Pálína. Sauðburður stendur nú yfir í fjárhúsinu í Eystra Geldingaholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Sunna býr með hinum kindunum og lömbunum á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent