Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 12:28 Bílnum var ekið í gegnum vegg sem snýr út að útisvæði. Starfsmenn bakarísins selja kaffi út um gluggann á veggnum þegar þannig viðrar. Aðsend Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. „Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
„Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend
Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira