Voru sextán klukkustundir að ná konunni af jöklinum Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. maí 2023 13:57 Aðstæður við Grímsfjall í Vatnajökli voru erfiðar í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37