Lítil söfn geta haft mikil áhrif Ester Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2023 14:31 Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Söfn Strandabyggð Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun