Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Árni Sæberg skrifar 16. maí 2023 08:00 Amelía Rose er gert út af Sea Trips. Sea trips Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. Í skýrslunni segir að Amelía Rose hafi verið í norðurljósasiglingu á Faxaflóa þegar slysið var. Vindhraði hafi verið aðeins þrír metrar á sekúndu og sjór sléttur. Farþegi sem var á útsýnissvæði ofan á stýrishúsi skipsins hafi fallið niður stiga, fengið höfuðhögg og misst meðvitund. Við rannsókn slyssins hafi komið í ljós að á stiganum, sem er ansi brattur líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, séu handrið beggja vegna og þrepin stöm. Skipstjóri hafi upplýst að leiðsögumenn kynni farþegum hvernig eigi að ganga niður stiga í skipinu, það er að þeir eigi að hafa stigann í augnsýn. Konan hafi hins vegar snúið baki í stigann á niðurleið og hafi þar að auki verið í háhæluðum skóm. Stiginn er brattur.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá hafi ekki tekist að hafa upp á vitnum þar sem allir farþegar voru farnir úr landi þegar þeirra var leitað en eftir slysið hafi það verið nefnt við skipverja að farþeginn hafi verið að snúa sér í efsta þrepinu og þá dottið. Farþeginn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á neyðarmóttöku um leið og skipið kom til hafnar. Í lok skýrslu segir að málið hafi verið skráð og gefi ekki tilefni til sérstakrar rannsóknar. Þó segir einnig að tilgangur skýrslunnar sé ekki að skipta sök eða ábyrgð og henni skuli ekki beitt sem sönnunargagni í dómsmáli. Skýrsluna má lesa í tengdum skjölum hér að neðan: Tengd skjöl 23-001-s-001-amelia-rose-akPDF90KBSækja skjal Samgönguslys Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í skýrslunni segir að Amelía Rose hafi verið í norðurljósasiglingu á Faxaflóa þegar slysið var. Vindhraði hafi verið aðeins þrír metrar á sekúndu og sjór sléttur. Farþegi sem var á útsýnissvæði ofan á stýrishúsi skipsins hafi fallið niður stiga, fengið höfuðhögg og misst meðvitund. Við rannsókn slyssins hafi komið í ljós að á stiganum, sem er ansi brattur líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, séu handrið beggja vegna og þrepin stöm. Skipstjóri hafi upplýst að leiðsögumenn kynni farþegum hvernig eigi að ganga niður stiga í skipinu, það er að þeir eigi að hafa stigann í augnsýn. Konan hafi hins vegar snúið baki í stigann á niðurleið og hafi þar að auki verið í háhæluðum skóm. Stiginn er brattur.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá hafi ekki tekist að hafa upp á vitnum þar sem allir farþegar voru farnir úr landi þegar þeirra var leitað en eftir slysið hafi það verið nefnt við skipverja að farþeginn hafi verið að snúa sér í efsta þrepinu og þá dottið. Farþeginn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á neyðarmóttöku um leið og skipið kom til hafnar. Í lok skýrslu segir að málið hafi verið skráð og gefi ekki tilefni til sérstakrar rannsóknar. Þó segir einnig að tilgangur skýrslunnar sé ekki að skipta sök eða ábyrgð og henni skuli ekki beitt sem sönnunargagni í dómsmáli. Skýrsluna má lesa í tengdum skjölum hér að neðan: Tengd skjöl 23-001-s-001-amelia-rose-akPDF90KBSækja skjal
Samgönguslys Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira