Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis Stella Samúelsdóttir skrifar 16. maí 2023 12:30 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar