„Fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. maí 2023 14:45 Katrín segir netárásirnar ekki hafa komið á óvart. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. „Þetta var fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar,“ segir Katrín um netárásirnar í samtali við fréttastofu. „Því miður kemur þetta ekki á óvart.“ Katrín segir að svo virðist vera sem árásinni hafi fyrst og fremst verið beint að Alþingi, til að mynda hafi tölvupósturinn hennar legið niðri. „Þetta var viðbúið og við erum bara með okkar viðbragðsáætlanir tl að bregðast við því.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Hún segir árásirnar vera í samræmi við það áhættumat sem hafði verið gert fyrir fundinn: „Þetta er auðvitað svona ekkert ólíkleg ógn hér á landi og auðvitað ekki fyrsta netárásin, við höfum auðvitað fundið fyrir því í aðdraganda þessa fundar að það hefur ýmislegt gengið á hvað það varðar. Við höfum fundið fyrir vaxandi þunga á þessum vettvangi.“ Þá vildi Katrín ekki fullyrða að Rússland væri á bakvið netárásirnar. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á það akkúrat núna en greinilega eru þetta öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda þessa leiðtogafundar. Það hlýtur að blasa við.“ Bjartsýn á að tekin verði áþreifanleg skref Katrín segist vera bjartsýn fyrir fundinum. „Það er góð mæting og þetta er auðvitað fundur Evrópuráðsins, stofnunarinnar sem snýst um þessi grunngildi sem við byggjum okkar evrópsku samfélög á. Gildi eins og mannréttindi, lýðræði og alþjóðlegt regluverk, réttarríki.“ Þá er hún vongóð um að tekin verði áþreifanleg skref hvað varðar Úkraínu og tjónaskrána. „Það væri auðvitað mjög áþreifanlegt skref í því að kalla Rússa til ábyrgðar fyrir sínum verkum í Úkraínu,“ segir hún. „En ég er líka bjartsýn á að við fáum áþreifanlega niðurstöðu hvað varðar þessi grunngildi eins og til dæmis bara þróun lýðræðis í Evrópu þar sem við erum að sjá lýðræðið undir ákveðnu álagi og eins hvað varðar umhverfismál og réttindi til heilnæms umhverfis og þróun gervigreindar og áhrif hennar á mannréttindi og lýðræði.“ Breiður stuðningur sé á bakvið tjónaskrána Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að taka þátt í að koma á tjónaskránni. Linda Thomas Greenfield, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, er áheyrnarfulltrúi landsins á fundinum í Hörpu og mun þar lýsa vilja Bandaríkjanna í málinu. „Það eru auðvitað aðrar þjóðir en aðildarríki Evrópuráðsins sem geta orðið aðilar að tjónaskráni þannig ég á von á því að einhver fjöldi þeirra verði með,“ segir Katrín um mögulega aðild Bandaríkjanna að skránni. „Það liggur ekki alveg endanlega fyrir hvaða þjóðir verða með og hverjar ekki, það mun skýrast núna á þessum tveimur dögum. En ég er bjartsýn á að þetta verði breiður stuðningur á bakvið tjónaskrána.“ Erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina Katrín segir erfitt að segja til um það hvort leiðtogafundurinn í Hörpu verði fundur sem minnst verði á í sögunni. „Það er náttúrulega erfitt að dæma um það hvernig sagan dæmir þennan fund. En ég er að minnsta kosti bjartsýn á að þessi fundur verði mikilvægt skref fyrir þessi gildi sem sameina Evrópuríki og marki þannig skýra leið til framtíðar í þessum málum sem auðvitað varða okkur öll og snúast í raun og vera um grundvallartilveru okkar, frelsið og lýðræðið.“ Bretar séu mikilvægir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, mætir á fundinn. Það fylgdi Brexit umræðunni á sínum tíma að Bretar vildu losna undan Mannréttindadómstól Evrópu. Katrín segir að hún þekki til umræðunnar en að Bretland eigi að sjálfsögðu að eiga sæti við borðið í Evrópuráðinu. Þjóðin sé gríðarlega mikilvægur aðili. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þá í aðdraganda þessa fundar svo dæmi sé tekið og í formennsku okkar.“ Fjallað hefur verið um í breskum fjölmiðlum að Sunak sé að mæta á fundinn til að ræða málefni flóttafólks og innflytjenda. Þrátt fyrir að þau mál séu ekki á dagskrá fundarins segir Katrín að leiðtogarnir ræði um það sem þeir vilja á fundinum. „Það er nú það góða við þennan fund er að það er ekkert skrifað í skýin hvað hver leiðtogi mun segja og fólk mun tala hér mjög frjálslega. Þannig það mun skýrast í raun og veru. Við erum bæði með hringborð þar sem við erum að ræða saman og síðan kvöldverði í kvöld. Það sem er sérstakt kannski við þennan fund er að það er enginn að mæta með skrifuð handrit.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Þetta var fyrirséð ógn í aðdraganda þessa fundar,“ segir Katrín um netárásirnar í samtali við fréttastofu. „Því miður kemur þetta ekki á óvart.“ Katrín segir að svo virðist vera sem árásinni hafi fyrst og fremst verið beint að Alþingi, til að mynda hafi tölvupósturinn hennar legið niðri. „Þetta var viðbúið og við erum bara með okkar viðbragðsáætlanir tl að bregðast við því.“ Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Hún segir árásirnar vera í samræmi við það áhættumat sem hafði verið gert fyrir fundinn: „Þetta er auðvitað svona ekkert ólíkleg ógn hér á landi og auðvitað ekki fyrsta netárásin, við höfum auðvitað fundið fyrir því í aðdraganda þessa fundar að það hefur ýmislegt gengið á hvað það varðar. Við höfum fundið fyrir vaxandi þunga á þessum vettvangi.“ Þá vildi Katrín ekki fullyrða að Rússland væri á bakvið netárásirnar. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á það akkúrat núna en greinilega eru þetta öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda þessa leiðtogafundar. Það hlýtur að blasa við.“ Bjartsýn á að tekin verði áþreifanleg skref Katrín segist vera bjartsýn fyrir fundinum. „Það er góð mæting og þetta er auðvitað fundur Evrópuráðsins, stofnunarinnar sem snýst um þessi grunngildi sem við byggjum okkar evrópsku samfélög á. Gildi eins og mannréttindi, lýðræði og alþjóðlegt regluverk, réttarríki.“ Þá er hún vongóð um að tekin verði áþreifanleg skref hvað varðar Úkraínu og tjónaskrána. „Það væri auðvitað mjög áþreifanlegt skref í því að kalla Rússa til ábyrgðar fyrir sínum verkum í Úkraínu,“ segir hún. „En ég er líka bjartsýn á að við fáum áþreifanlega niðurstöðu hvað varðar þessi grunngildi eins og til dæmis bara þróun lýðræðis í Evrópu þar sem við erum að sjá lýðræðið undir ákveðnu álagi og eins hvað varðar umhverfismál og réttindi til heilnæms umhverfis og þróun gervigreindar og áhrif hennar á mannréttindi og lýðræði.“ Breiður stuðningur sé á bakvið tjónaskrána Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að taka þátt í að koma á tjónaskránni. Linda Thomas Greenfield, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, er áheyrnarfulltrúi landsins á fundinum í Hörpu og mun þar lýsa vilja Bandaríkjanna í málinu. „Það eru auðvitað aðrar þjóðir en aðildarríki Evrópuráðsins sem geta orðið aðilar að tjónaskráni þannig ég á von á því að einhver fjöldi þeirra verði með,“ segir Katrín um mögulega aðild Bandaríkjanna að skránni. „Það liggur ekki alveg endanlega fyrir hvaða þjóðir verða með og hverjar ekki, það mun skýrast núna á þessum tveimur dögum. En ég er bjartsýn á að þetta verði breiður stuðningur á bakvið tjónaskrána.“ Erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina Katrín segir erfitt að segja til um það hvort leiðtogafundurinn í Hörpu verði fundur sem minnst verði á í sögunni. „Það er náttúrulega erfitt að dæma um það hvernig sagan dæmir þennan fund. En ég er að minnsta kosti bjartsýn á að þessi fundur verði mikilvægt skref fyrir þessi gildi sem sameina Evrópuríki og marki þannig skýra leið til framtíðar í þessum málum sem auðvitað varða okkur öll og snúast í raun og vera um grundvallartilveru okkar, frelsið og lýðræðið.“ Bretar séu mikilvægir Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, mætir á fundinn. Það fylgdi Brexit umræðunni á sínum tíma að Bretar vildu losna undan Mannréttindadómstól Evrópu. Katrín segir að hún þekki til umræðunnar en að Bretland eigi að sjálfsögðu að eiga sæti við borðið í Evrópuráðinu. Þjóðin sé gríðarlega mikilvægur aðili. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þá í aðdraganda þessa fundar svo dæmi sé tekið og í formennsku okkar.“ Fjallað hefur verið um í breskum fjölmiðlum að Sunak sé að mæta á fundinn til að ræða málefni flóttafólks og innflytjenda. Þrátt fyrir að þau mál séu ekki á dagskrá fundarins segir Katrín að leiðtogarnir ræði um það sem þeir vilja á fundinum. „Það er nú það góða við þennan fund er að það er ekkert skrifað í skýin hvað hver leiðtogi mun segja og fólk mun tala hér mjög frjálslega. Þannig það mun skýrast í raun og veru. Við erum bæði með hringborð þar sem við erum að ræða saman og síðan kvöldverði í kvöld. Það sem er sérstakt kannski við þennan fund er að það er enginn að mæta með skrifuð handrit.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels