Sjáðu hvað þeir þéna: Guðlaugur Victor langlaunahæsti Íslendingurinn í MLS Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United en þar spilar hann undir stjórn Manchester United goðsagnarinnar Wayne Rooney Vísir/Getty Guðlaugur Victor Pálsson er langlaunahæsti Íslendingurinn í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu. Þetta má lesa út úr gögnum sem leikmannasamtökin þar í landi hafa gefið út. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira