Íbúasamráð um breytt deiliskipulag! Bragi Bjarnason skrifar 17. maí 2023 23:00 Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun