Rússíbaninn á húsnæðismarkaði Ólafur Margeirsson skrifar 18. maí 2023 11:01 Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun