Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 06:45 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“ Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira