Hættir sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 10:29 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta sem formaður ef flokkur hennar kemst ekki í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Hún útilokar ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, en viðurkennir að samstarf með flokknum myndi reynast erfitt. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali við Kristrúnu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Frá því að Kristrún tók sæti á Alþingi í september 2021 hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist um tæp sextán prósentustig. Hún tók við formennsku í október á síðasta ári. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. „Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist,“ er haft eftir Kristrúnu. Hún er jákvæð gagnvart samstarfi með Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum. „Ég held að við Katrín séum sammála um margt. Hún er í stöðu þar sem hún kemur ákveðnum hlutum ekki í gegn. Ég held að hún væri betur sett með mig í fjármálaráðuneytinu en Bjarna,“ segir Kristrún sem hefur, frá því að hún tók við formennsku, ekki útilokað ríkisstjórnarsamstarf við ákveðna flokka líkt og fyrirrennarar hennar höfðu gert. ESB aftur á dagskrá ef þörf krefur Annað sem virðist hafa fært flokknum aukið fylgi er að setja stuðning við Evrópusambandsaðild Íslands á ís. Varðandi þá ákvörðun segir Kristrún: „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Kristrún sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum. Samfylkingin Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ 3. maí 2023 10:46 Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali við Kristrúnu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Frá því að Kristrún tók sæti á Alþingi í september 2021 hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist um tæp sextán prósentustig. Hún tók við formennsku í október á síðasta ári. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. „Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist,“ er haft eftir Kristrúnu. Hún er jákvæð gagnvart samstarfi með Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum. „Ég held að við Katrín séum sammála um margt. Hún er í stöðu þar sem hún kemur ákveðnum hlutum ekki í gegn. Ég held að hún væri betur sett með mig í fjármálaráðuneytinu en Bjarna,“ segir Kristrún sem hefur, frá því að hún tók við formennsku, ekki útilokað ríkisstjórnarsamstarf við ákveðna flokka líkt og fyrirrennarar hennar höfðu gert. ESB aftur á dagskrá ef þörf krefur Annað sem virðist hafa fært flokknum aukið fylgi er að setja stuðning við Evrópusambandsaðild Íslands á ís. Varðandi þá ákvörðun segir Kristrún: „Það þýðir ekkert að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar. Ef hlutirnir snúast við og það verður knýjandi þörf og vilji hjá landsmönnum til að ganga inn í Evrópusambandið þá mun alls ekki standa á okkur. Við getum ekki keyrt stórt mál eins og þetta í gegn ef það eru einungis tveir stjórnmálaflokkar á þingi sem hafa áhuga á því.“ Kristrún sneri aftur á Alþingi í dag eftir fæðingarorlof. Hún kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar og gagnrýndi forystuleysi ríkisstjórnarinnar í þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu. Nefndi hún í því samhengi verðbólgu, vexti, verkföll og alvarlegan vanda í húsnæðismálum.
Samfylkingin Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ 3. maí 2023 10:46 Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Kristrún vill að minnsta kosti Landsbankann eftir sem áður í eigu ríkisins Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“ 3. maí 2023 10:46
Samfylkingin komin í 26 prósent Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 25,7 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins. 21. apríl 2023 10:32