Afkoma launafólks versnar og versnar Stefán Ólafsson skrifar 23. maí 2023 08:31 Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar