Ferrari undirbýr tugmilljóna tilboð í Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 23:15 Mun Hamilton aka við hlið Charles Leclerc hjá Ferrari á næsta tímabili? Vísir/Getty Svo gæti farið að sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes skipti yfir til keppinautanna í Ferrari fyrir næsta tímabil. Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton. Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton.
Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira