„Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson skrifar 23. maí 2023 16:00 Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun