Vonir um að útbreiðslan sé ekki mikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2023 10:44 Matvælastofnun minnir á að meðgöngutími veikinnar er langur og hvetur bændur með fé frá sýktum bæjum til þess að afhenda fé. Vísir/Vilhelm Niðurstöður sem komnar eru úr greiningu riðusýna í Miðfjarðarhólfi vekja vonir um að útbreiðslan sé ekki mikil. Því er brýnt að hefta hana með fumlausum viðbrögðum og í því sambandi mikilvægast að taka mögulega smitbera úr umferð eins fljótt og hægt er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafi nú greint um þriðjung sýna eða 234 sem tekin voru í tengslum við niðurskurð vegna riðuveiki á Bergsstöðum og tæplega helming sýna, 342, frá Syðri-Urriðaá. Fullvíst að hjörðin var útsett Að sögn Matvælastofnunar hefur riðusmit verið staðfest í um sex prósent sýna frá Bergstöðum en smitefnið hefur ekki greinst í neinu sýni frá Syðri-Urriðaá enn sem komið er, að undanskildu sýni frá einni á sem flutt hafði verið þangað frá Bergsstöðum haustið 2020. Hins vegar segir stofnunin að ekki sé hægt að álykta út frá þessu að riða hafi ekki náð að breiðast út í hjörðinni á Syðri-Urriðaá. Fullvíst sé að hjörðin var útsett fyrir smitefninu, því ærin frá Bergsstöðum gekk í hjörðinni í þrjá vetur og óhugsandi annað en að hún hafi mengað umhverfi hjarðarinnar og smitað einhverjar ær með beinum hætti. Segir stofnunin að niðurstöðurnar sýni fyrst og fremst að á Syðri-Urriðaá hafi fáar kindur, ef einhverjar, verið langt komnar á meðgöngutíma sjúkdómsins. Þróun sjúkdómsins hafi því verið skemmra á veg komin en á Bergsstöðum og mögulega hefur smitefnið ekki verið búið að magnast upp með sama hætti. Meðgöngutíminn getur verið langur Ítrekar Matvælastofnun að meðgöngutími sjúkdómsins sé oftast 1,5 til 2 ár, en getur verið mun lengri. Mest allan þann tíma leynist smitefnið í eitlum meltingafæranna og víðar í líkamanum, magnast þar upp og er skilið út með skít, munnvatni og legvatni. Það er ekki fyrr en stuttu áður en einkenni sjúkdómsins koma fram að mögulegt er að greina smitefnið í miðtaugakerfinu með sýnatöku úr mænukylfu og litla heila. Því er varhugavert að draga of sterkar ályktanir út frá neikvæðum niðurstöðum á meðan jákvæðar niðurstöður eru mjög öruggar. Þá minnir Matvælastofnun á að það sé á ábyrgð sérhvers sauðfjárbónda að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja hjörð sína smiti og ekki síður að koma í veg fyrir að kindur í hans eigu smiti aðrar hjarðir. Hvetur bændur til að afhenda fé Engum dylst, að sögn stofnunarinnar, að það sé mikið áfall fyrir sauðfjárbónda þegar riðuveiki greinist í hans hjörð og allir sem að málum koma finna til samkenndar með þeim bændum. Bændurnir á Bergstöðum og Syðri-Urriðaá hafa sýnt mikið hugrekki, axlað ábyrgð og verið samvinnufúsir í yfirstandandi aðgerðum, samkvæmt stofnuninni. Hún hvetur þá bændur sem keyptu fé frá Syðri-Urriðaá og enn hafa ekki samþykkt að afhenda stofnuninni þær kindur, eins og reglugerð kveður á um, að gera slíkt. Riðuveiki veldur sársaukafullum taugaskaða í miðtaugakerfi sauðfjár og það er skylda okkar að hindra útbreiðslu svo alvarlegs sjúkdóms. Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafi nú greint um þriðjung sýna eða 234 sem tekin voru í tengslum við niðurskurð vegna riðuveiki á Bergsstöðum og tæplega helming sýna, 342, frá Syðri-Urriðaá. Fullvíst að hjörðin var útsett Að sögn Matvælastofnunar hefur riðusmit verið staðfest í um sex prósent sýna frá Bergstöðum en smitefnið hefur ekki greinst í neinu sýni frá Syðri-Urriðaá enn sem komið er, að undanskildu sýni frá einni á sem flutt hafði verið þangað frá Bergsstöðum haustið 2020. Hins vegar segir stofnunin að ekki sé hægt að álykta út frá þessu að riða hafi ekki náð að breiðast út í hjörðinni á Syðri-Urriðaá. Fullvíst sé að hjörðin var útsett fyrir smitefninu, því ærin frá Bergsstöðum gekk í hjörðinni í þrjá vetur og óhugsandi annað en að hún hafi mengað umhverfi hjarðarinnar og smitað einhverjar ær með beinum hætti. Segir stofnunin að niðurstöðurnar sýni fyrst og fremst að á Syðri-Urriðaá hafi fáar kindur, ef einhverjar, verið langt komnar á meðgöngutíma sjúkdómsins. Þróun sjúkdómsins hafi því verið skemmra á veg komin en á Bergsstöðum og mögulega hefur smitefnið ekki verið búið að magnast upp með sama hætti. Meðgöngutíminn getur verið langur Ítrekar Matvælastofnun að meðgöngutími sjúkdómsins sé oftast 1,5 til 2 ár, en getur verið mun lengri. Mest allan þann tíma leynist smitefnið í eitlum meltingafæranna og víðar í líkamanum, magnast þar upp og er skilið út með skít, munnvatni og legvatni. Það er ekki fyrr en stuttu áður en einkenni sjúkdómsins koma fram að mögulegt er að greina smitefnið í miðtaugakerfinu með sýnatöku úr mænukylfu og litla heila. Því er varhugavert að draga of sterkar ályktanir út frá neikvæðum niðurstöðum á meðan jákvæðar niðurstöður eru mjög öruggar. Þá minnir Matvælastofnun á að það sé á ábyrgð sérhvers sauðfjárbónda að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja hjörð sína smiti og ekki síður að koma í veg fyrir að kindur í hans eigu smiti aðrar hjarðir. Hvetur bændur til að afhenda fé Engum dylst, að sögn stofnunarinnar, að það sé mikið áfall fyrir sauðfjárbónda þegar riðuveiki greinist í hans hjörð og allir sem að málum koma finna til samkenndar með þeim bændum. Bændurnir á Bergstöðum og Syðri-Urriðaá hafa sýnt mikið hugrekki, axlað ábyrgð og verið samvinnufúsir í yfirstandandi aðgerðum, samkvæmt stofnuninni. Hún hvetur þá bændur sem keyptu fé frá Syðri-Urriðaá og enn hafa ekki samþykkt að afhenda stofnuninni þær kindur, eins og reglugerð kveður á um, að gera slíkt. Riðuveiki veldur sársaukafullum taugaskaða í miðtaugakerfi sauðfjár og það er skylda okkar að hindra útbreiðslu svo alvarlegs sjúkdóms.
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira