Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 13:27 Dagur Sverrir Kristjánsson heldur út í atvinnumennsku í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur. Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur.
Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00
Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16
Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00