Fæðuóöryggi hrjáir 14 til 17 prósent íslenskra háskólanema Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. maí 2023 12:10 Vilhelm/aðsend 14-17 prósent íslenskra háskólanema lifa við fæðuóöryggi samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu við Háskóla Íslands, segir afleiðingar fæðuóöryggis áhyggjur og kvíði í auknum mæli og næringarskortur sem veldur einbeitingarskorti og orkuleysi. Þá geti næringarskortur að auki valdið blóðleysi og vítamínsskorti sem auka líkur á alvarlegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Gréta lýsir fæðuóöryggi sem ótryggum aðgangi að næringarríkum og öruggum mat sem hægt er að nálgast á viðeigandi hátt. Rannsóknin var á sama tíma framkvæmd í ellefu öðrum ríkjum í Evrópu en þær niðurstöður liggja enn ekki fyrir. „Það sem við sáum líka er að námsárangur var verri hjá fæðuóöruggum,“ segir Gréta. Hún segir niðurstöðurnar hafa sýnt að heimsfaraldurinn hafði neikvæðari áhrif á námsárangur þeirra sem lifðu við fæðuóöryggi. „Ef maður er með 30 nemenda hóp þá eru kannski fjórir til fimm fæðuóöruggir í hópnum,“ segir Gréta sem segir hlutfall háskólanema með fæðuóöryggi hátt. Hún bendir á að rannsókn af þessu tagi hafi ekki verið framkvæmd hérlendis áður og því ekkert fordæmi fyrir niðurstöðum. Gréta veltir upp hugmyndum um matarkort fyrir háskólanema eða fría hádegismáltíð til að tryggja aðgang nemenda að í minnsta lagi einni máltíð á dag. Hún segir vandamálið í grunninn snúast um fjármuni og hvaðan þeir eiga að koma til þess að hægt sé að sporna gegn því. Hún segir grunnþekkingu á mat og næringu mikilvæga til þess að góðar ákvarðanir um fæðuinntöku séu teknar. Heilsa Háskólar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Kolbrún Þ. Pálsdóttir hefur verið endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands til næstu fimm ára, eða til 1. júlí 2028. 25. janúar 2023 13:14 Vinna að heilsueflingu og auknu heilsulæsi fyrir 60 ára og eldri Heilbrigðisþing sem helgað var lýðheilsu fór fram á vegum Heilbrigðisráðuneytisins þann 10. nóvember. Yfirskrift þingsins var Heilsa eins, hagur allra. 23. nóvember 2022 15:38 Risastórt skref fyrir foreldra í námi Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. 3. júlí 2020 23:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu við Háskóla Íslands, segir afleiðingar fæðuóöryggis áhyggjur og kvíði í auknum mæli og næringarskortur sem veldur einbeitingarskorti og orkuleysi. Þá geti næringarskortur að auki valdið blóðleysi og vítamínsskorti sem auka líkur á alvarlegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Gréta lýsir fæðuóöryggi sem ótryggum aðgangi að næringarríkum og öruggum mat sem hægt er að nálgast á viðeigandi hátt. Rannsóknin var á sama tíma framkvæmd í ellefu öðrum ríkjum í Evrópu en þær niðurstöður liggja enn ekki fyrir. „Það sem við sáum líka er að námsárangur var verri hjá fæðuóöruggum,“ segir Gréta. Hún segir niðurstöðurnar hafa sýnt að heimsfaraldurinn hafði neikvæðari áhrif á námsárangur þeirra sem lifðu við fæðuóöryggi. „Ef maður er með 30 nemenda hóp þá eru kannski fjórir til fimm fæðuóöruggir í hópnum,“ segir Gréta sem segir hlutfall háskólanema með fæðuóöryggi hátt. Hún bendir á að rannsókn af þessu tagi hafi ekki verið framkvæmd hérlendis áður og því ekkert fordæmi fyrir niðurstöðum. Gréta veltir upp hugmyndum um matarkort fyrir háskólanema eða fría hádegismáltíð til að tryggja aðgang nemenda að í minnsta lagi einni máltíð á dag. Hún segir vandamálið í grunninn snúast um fjármuni og hvaðan þeir eiga að koma til þess að hægt sé að sporna gegn því. Hún segir grunnþekkingu á mat og næringu mikilvæga til þess að góðar ákvarðanir um fæðuinntöku séu teknar.
Heilsa Háskólar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Kolbrún Þ. Pálsdóttir hefur verið endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands til næstu fimm ára, eða til 1. júlí 2028. 25. janúar 2023 13:14 Vinna að heilsueflingu og auknu heilsulæsi fyrir 60 ára og eldri Heilbrigðisþing sem helgað var lýðheilsu fór fram á vegum Heilbrigðisráðuneytisins þann 10. nóvember. Yfirskrift þingsins var Heilsa eins, hagur allra. 23. nóvember 2022 15:38 Risastórt skref fyrir foreldra í námi Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. 3. júlí 2020 23:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Kolbrún Þ. Pálsdóttir hefur verið endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands til næstu fimm ára, eða til 1. júlí 2028. 25. janúar 2023 13:14
Vinna að heilsueflingu og auknu heilsulæsi fyrir 60 ára og eldri Heilbrigðisþing sem helgað var lýðheilsu fór fram á vegum Heilbrigðisráðuneytisins þann 10. nóvember. Yfirskrift þingsins var Heilsa eins, hagur allra. 23. nóvember 2022 15:38
Risastórt skref fyrir foreldra í námi Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. 3. júlí 2020 23:01