Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 20:39 Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir ætla sér að taka slaginn með Selfyssingum í Grill 66-deildinni næsta vetur. Samsett Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni. UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni.
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita