Hvar er þríeykið? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. maí 2023 11:31 Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun