Auðvitað er verðbólgan öðrum að kenna Jón Ingi Hákonarson skrifar 31. maí 2023 12:00 Það er umhverfið og fyrri reynsla sem mótar hegðun samningafólks launþegahreyfingarinnar við samningborðið. Umhverfið sem við höfum búið við síðustu öldina er óstöðugleiki í efnahags-, gengis- og peningamálum. Verðbólga og vextir hafa verið töluvert hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum og til að ná sambærilegum hækkunum raunlauna og þar hefur launþegahreyfingin talið sig þurfa belti og axlabönd og krefjast mun hærri hækkunar nafnlauna en annars staðar. Vandinn er ekki óhóflegar kröfur launþegahreyfingarinnar, helsta rót vandans er skortur á trausti á gjaldmiðilinn sem hefur ekki náð að halda verðgildi sínu, krónan míglekur verðmætum. Það er eðlilegt að leita að sökudólgum, sumir nefna óraunhæfar launakröfur, aðrir benda á aukinn hagnað fyrirtækja, enn aðrir benda á offjárfestingu atvinnulífsins sem orsök lágrar framleiðni. Ég ætla að halda því fram að efnahagsumhverfið á Íslandi sé í raun hinn eiginlegi skaðvaldur. Krónukerfið leiðir til fákeppni og einokunar á neytendamarkaði. Krónukerfið gengur ekki upp án hafta og verðtryggingar sem hægir á eignamyndun launafólks og hefur skapað fátæktargildru fyrir fólks á efri árum. Verðbólga er einfaldlega það að peningamagn í umferð eykst á meðan að framboð af vöru og þjónustu stendur í stað eða minnkar. Ég vil leyfa mér að nefna nokkrar ástæður verðbólgunnar sem nú geisar. Mikil peningaprentun í Covid Aðfangakeðjan riðlaðist í Covid og hefur ekki enn náð fyrri getu Hækkun orkuverðs í Evrópu hefur hækkað vöruverð en á sama skapi bætt samkeppnisstöðu Íslands Fákeppni ríkir á Íslandi sem leiðir til hærra verðs Mikill hallarekstur ríkissjóðs og sveitarfélaga Ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar hefur haft mikil áhrif á fasteignaverð, við höfum ekki náð að byggja nógu mikið og nógu hratt til að halda í við aukna eftirspurn eftir húsnæði. Hækkun stýrivaxta hefur leitt til kælingar á byggingamarkaði og því sett verðþrýsting á fasteignir til framtíðar og viðheldur því verðbólguvæntingum. Krónan hefur ekki náð að hressast þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir, fjölgun ferðamanna ásamt hækkandi verðs á fiski og áli. Væntingar um innstreymi erlends gjaldeyris í hávaxtaumhverfið hefur ekki gengið eftir. Gengisáhætta krónunnar er of mikil og í óvissuástandi eins og nú, forðast fjárfestar jaðarmyntir. Krónan er jaðarmynt. Höfrungahlaup vinnumarkaðarins er eðlilegt viðbragð í óstöðugu efnahagsumhverfi þar sem traust á efnahagstjórn og gjaldmiðilinn er lítið. Dæmi um þetta er þegar fjármálaráðherra lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að loksins væri lágvaxtaumhverfi komið til að vera á Íslandi. Það umhverfi entist í nokkra mánuði. Launþegar hafa gert sitt til að vinna gegn verðbólgunni með því að semja til skamms tíma og taka á sig töluverða lækkun kaupmáttar bæði í gegnum hækkun húsnæðiskostnaðar og lækkun raunlauna. Seðlabankastjóri hrósaði launþegahreyfingunni við undirritun síðustu kjarasamninga. Verðbólga geisar víðar en hér en aftur á móti er það merkilegt að íslenska krónukerfið telur sig þurfa allt að þrisvar sinnum hærri vexti til að berjast við jafn mikla verðbólgu og þar geisar. Það eitt og sér segir okkur að vopn okkar í stríðinu við verðbólguna eru bitlaus, þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar skipti úr verðtryggðu í óverðtryggð lán þegar fjármálaráðherra lýsti yfir því að hér væri loksins lágvaxtaumhverfið komið til að vera. Það eitt og sér segir manni að orsakir verðbólgunnar séu að miklu leiti heimatilbúnar. Dagar íslensku krónunnar eru liðnir, hún er í öndunarvél og kostnaðurinn við að halda henni á floti er okkur ofviða. Kostnaðurinn birtist okkur fyrst og síðast í hækkun afborgana af óverðtryggðum lánum og hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána um hver mánaðamót. Ofan á það hefur matarkarfan hækkað gríðarlega. Venjulegt launafólk með húsnæðislán er að kikna undan kostnaðinum við að halda úti þessari örmynt. Traustið á krónuna er lítið sem ekkert hvað sem hver segir. Hver bendir á annan og kennir hinum um. Það er betra að ráða í það sem fólk gerir frekar en að hlusta á það sem það segir. Hegðun okkar ræðst af umhverfinu og fyrri reynslu. Hegðun okkar sýnir svo ekki verði um villst að traustið á gjaldmiðlinum er ekkert. Nýr gjaldmiðill mun breyta hegðun okkar til hins betra. Sú hegðun mun skapa hér stöðugleika og traust. Mesta kjarabót launþega á Íslandi er upptaka nýs gjaldmiðils. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er umhverfið og fyrri reynsla sem mótar hegðun samningafólks launþegahreyfingarinnar við samningborðið. Umhverfið sem við höfum búið við síðustu öldina er óstöðugleiki í efnahags-, gengis- og peningamálum. Verðbólga og vextir hafa verið töluvert hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum og til að ná sambærilegum hækkunum raunlauna og þar hefur launþegahreyfingin talið sig þurfa belti og axlabönd og krefjast mun hærri hækkunar nafnlauna en annars staðar. Vandinn er ekki óhóflegar kröfur launþegahreyfingarinnar, helsta rót vandans er skortur á trausti á gjaldmiðilinn sem hefur ekki náð að halda verðgildi sínu, krónan míglekur verðmætum. Það er eðlilegt að leita að sökudólgum, sumir nefna óraunhæfar launakröfur, aðrir benda á aukinn hagnað fyrirtækja, enn aðrir benda á offjárfestingu atvinnulífsins sem orsök lágrar framleiðni. Ég ætla að halda því fram að efnahagsumhverfið á Íslandi sé í raun hinn eiginlegi skaðvaldur. Krónukerfið leiðir til fákeppni og einokunar á neytendamarkaði. Krónukerfið gengur ekki upp án hafta og verðtryggingar sem hægir á eignamyndun launafólks og hefur skapað fátæktargildru fyrir fólks á efri árum. Verðbólga er einfaldlega það að peningamagn í umferð eykst á meðan að framboð af vöru og þjónustu stendur í stað eða minnkar. Ég vil leyfa mér að nefna nokkrar ástæður verðbólgunnar sem nú geisar. Mikil peningaprentun í Covid Aðfangakeðjan riðlaðist í Covid og hefur ekki enn náð fyrri getu Hækkun orkuverðs í Evrópu hefur hækkað vöruverð en á sama skapi bætt samkeppnisstöðu Íslands Fákeppni ríkir á Íslandi sem leiðir til hærra verðs Mikill hallarekstur ríkissjóðs og sveitarfélaga Ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar hefur haft mikil áhrif á fasteignaverð, við höfum ekki náð að byggja nógu mikið og nógu hratt til að halda í við aukna eftirspurn eftir húsnæði. Hækkun stýrivaxta hefur leitt til kælingar á byggingamarkaði og því sett verðþrýsting á fasteignir til framtíðar og viðheldur því verðbólguvæntingum. Krónan hefur ekki náð að hressast þrátt fyrir stýrivaxtahækkanir, fjölgun ferðamanna ásamt hækkandi verðs á fiski og áli. Væntingar um innstreymi erlends gjaldeyris í hávaxtaumhverfið hefur ekki gengið eftir. Gengisáhætta krónunnar er of mikil og í óvissuástandi eins og nú, forðast fjárfestar jaðarmyntir. Krónan er jaðarmynt. Höfrungahlaup vinnumarkaðarins er eðlilegt viðbragð í óstöðugu efnahagsumhverfi þar sem traust á efnahagstjórn og gjaldmiðilinn er lítið. Dæmi um þetta er þegar fjármálaráðherra lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að loksins væri lágvaxtaumhverfi komið til að vera á Íslandi. Það umhverfi entist í nokkra mánuði. Launþegar hafa gert sitt til að vinna gegn verðbólgunni með því að semja til skamms tíma og taka á sig töluverða lækkun kaupmáttar bæði í gegnum hækkun húsnæðiskostnaðar og lækkun raunlauna. Seðlabankastjóri hrósaði launþegahreyfingunni við undirritun síðustu kjarasamninga. Verðbólga geisar víðar en hér en aftur á móti er það merkilegt að íslenska krónukerfið telur sig þurfa allt að þrisvar sinnum hærri vexti til að berjast við jafn mikla verðbólgu og þar geisar. Það eitt og sér segir okkur að vopn okkar í stríðinu við verðbólguna eru bitlaus, þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar skipti úr verðtryggðu í óverðtryggð lán þegar fjármálaráðherra lýsti yfir því að hér væri loksins lágvaxtaumhverfið komið til að vera. Það eitt og sér segir manni að orsakir verðbólgunnar séu að miklu leiti heimatilbúnar. Dagar íslensku krónunnar eru liðnir, hún er í öndunarvél og kostnaðurinn við að halda henni á floti er okkur ofviða. Kostnaðurinn birtist okkur fyrst og síðast í hækkun afborgana af óverðtryggðum lánum og hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána um hver mánaðamót. Ofan á það hefur matarkarfan hækkað gríðarlega. Venjulegt launafólk með húsnæðislán er að kikna undan kostnaðinum við að halda úti þessari örmynt. Traustið á krónuna er lítið sem ekkert hvað sem hver segir. Hver bendir á annan og kennir hinum um. Það er betra að ráða í það sem fólk gerir frekar en að hlusta á það sem það segir. Hegðun okkar ræðst af umhverfinu og fyrri reynslu. Hegðun okkar sýnir svo ekki verði um villst að traustið á gjaldmiðlinum er ekkert. Nýr gjaldmiðill mun breyta hegðun okkar til hins betra. Sú hegðun mun skapa hér stöðugleika og traust. Mesta kjarabót launþega á Íslandi er upptaka nýs gjaldmiðils. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar