Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl? Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 23:31 Fögnuðurinn í Eyjum var mikill í leikslok. Vísir/Vilhelm Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum. „Það er ekki hægt að koma því í orð, þetta er bara endalaust hamingja,“ sagði Ísak eftir að titillinn var í höfn í kvöld aðspurður hvernig tilfinningin væri. „Frábær, við líktum þessu við gott samband og þetta er búið að vera það,“ bætti Róbert við. Ísak kom til ÍBV fyrir þetta tímabil og Róbert yfirgefur liðið í sumar. Þeir náðu því aðeins einu tímabili saman og viðurkenndi að það væri sorglegt að skiljast að strax. „Jú, í rauninni er það. Þetta verður fjarsamband núna.“ „Robbi á svo sannarlega skilið að prófa að spila erlendis. Hann er frábær varnarmaður og fyrst og fremst frábær maður,“ sagði Ísak og Róbert var ekki lengi að ausa hrósi yfir liðsfélaga sinn. „Ég get sagt fullt, gull af manni algjörlega alla leið í gegn.“ Þeir félagar sögðu það frábært að ná að tryggja titilinn fyrir framan stuðningsmenn ÍBV á heimavelli en stemmningin í Eyjum í kvöld var frábær. „Gjörsamlega geðveikt. Þetta er æðislegt samfélag, sástu þetta rugl? Hvernig er ekki hægt að njóta þess að spila í svona aðstæðum,“ sagði Ísak og Róbert viðurkenndi að það yrði erfitt að yfirgefa Vestmannaeyjar. „Það er erfitt, bara þegar þú segir það verður maður klökkur og maður tárast aðeins. Þetta er að verða raunverulegt og þess vegna ætlar maður að njóta með fólkinu í kvöld og næstu daga.“ Þeir lofuðu því að titlinum yrði fagnað með stæl. „Stærsta partý sem hefur verið haldið í Vestmannaeyjum, það verður í kvöld, á morgun og hinn,“ sögðu þeir félagar að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Það er ekki hægt að koma því í orð, þetta er bara endalaust hamingja,“ sagði Ísak eftir að titillinn var í höfn í kvöld aðspurður hvernig tilfinningin væri. „Frábær, við líktum þessu við gott samband og þetta er búið að vera það,“ bætti Róbert við. Ísak kom til ÍBV fyrir þetta tímabil og Róbert yfirgefur liðið í sumar. Þeir náðu því aðeins einu tímabili saman og viðurkenndi að það væri sorglegt að skiljast að strax. „Jú, í rauninni er það. Þetta verður fjarsamband núna.“ „Robbi á svo sannarlega skilið að prófa að spila erlendis. Hann er frábær varnarmaður og fyrst og fremst frábær maður,“ sagði Ísak og Róbert var ekki lengi að ausa hrósi yfir liðsfélaga sinn. „Ég get sagt fullt, gull af manni algjörlega alla leið í gegn.“ Þeir félagar sögðu það frábært að ná að tryggja titilinn fyrir framan stuðningsmenn ÍBV á heimavelli en stemmningin í Eyjum í kvöld var frábær. „Gjörsamlega geðveikt. Þetta er æðislegt samfélag, sástu þetta rugl? Hvernig er ekki hægt að njóta þess að spila í svona aðstæðum,“ sagði Ísak og Róbert viðurkenndi að það yrði erfitt að yfirgefa Vestmannaeyjar. „Það er erfitt, bara þegar þú segir það verður maður klökkur og maður tárast aðeins. Þetta er að verða raunverulegt og þess vegna ætlar maður að njóta með fólkinu í kvöld og næstu daga.“ Þeir lofuðu því að titlinum yrði fagnað með stæl. „Stærsta partý sem hefur verið haldið í Vestmannaeyjum, það verður í kvöld, á morgun og hinn,“ sögðu þeir félagar að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita