Refsivöndurinn hefur engu skilað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2023 07:00 Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf. Undanfarið hefur faraldur ópíóðalyfja fært okkur heim sanninn um skaðsemi þessara efna og hve lítið þarf til að ánetjast þeim. Sérfræðingar sem vinna með fólk í fíknivanda, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem ánetjast hefur efnunum hefur með réttu náð að beina sviðsljósinu að þessum veruleika undanfarið auk tónleika sem haldnir voru í Hörpu undir yfirskriftinni Vaknið. Og það eru orð að sönnu. Samfélagið þarf að vakna. Við heyrum sögur af ólöglegum efnum sem ungt fólk tekur, blandað dauðaskammti af löglegu læknadópi, án vitundar fórnarlambsins. Afleiðingarnar eru ömurlegar; ungmenni í blóma lífsins er fyrirvaralaust hrifsað frá sínum nánustu allt of snemma. Þetta eru ömurlegar fórnir. En hvað er til ráða? Reynsla annarra landa bendir til að faraldrinum haldi engin bönd. Gömlu ráðin virka ekki. Lyfin sem ráða þessum ömurlegu örlögum fólks í blóma lífsins eru lögleg sum hver, en önnur ekki. Meðferðarstofnanir eru sprungnar og úrræðin standa ekki til boða. Og fólk er eðlilega farið að grípa til sinna ráða. Á för minni um miðbæinn á dögunum sá ég fyrirtæki auglýsa starfsemi sína líkt og eðlilegt er. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vímuefnaprófum til einkanota. Prófin eru ekki til þess að skima fyrir því hvort fólk hafi notað vímuefni heldur eru þau ætluð til að prófa sjálf efnin. Prófin skima fyrir virkum efnum, íblöndunarefnum og styrkleika efna. Sala og dreifing á forræði ískaldra undirheima Framtak þessa fyrirtækis endurspeglar blindgötuna sem við stöndum frammi fyrir. Sala og dreifing þessara efna fer fram í myrkri - í ísköldum undirheimum þar sem hvorki er hirt um innihaldslýsingar né hefðbundin lögmál um ábyrgð söluaðila. Fyrirtækið býður upp á þjónustu sem þörf er á. Smá ljóstýru í myrkrinu. Eins konar gæðaeftirlit með eitri undirheimanna sem forðar fólki frá banvænni neyslu. Fræðsla um notkun ólöglegra og löglegra vímuefna þarf líka að vera meiri og í þróun. Ný efni bætast við og þekking okkar og nálgun á fíknivanda breytist líka eftir því sem við lærum meira. Ef til vill kann einhverjum að finnast skjóta skökku við að þingmaður setji á dagskrá umræðu um hvernig öruggast er að neyta fíkniefna. En hvað ef framtak á borð við þjónustu þessa fyrirtækis bjargar mannslífum? Við notkun vímuefna skiptir einfaldlega máli að sá sem neytir þeirra viti hvað hann er að taka. Að berja höfðinu við steininn Það er kominn tími til að við sem setjum reglurnar í samfélaginu horfumst í augu við veruleikann. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 gekk nefnilega ekki eftir. Stríðið gegn fíkniefnum hefur bara aukið á vandann og ýtt fólki sem áður var á jaðrinum enn lengra í þá átt. Hverjar eru leiðirnar til að draga úr þeirri óáran sem við okkur blasir? Hvernig ætlum við að passa upp á unga fólkið okkar? Ætlum við ekki að horfast í augu við vandann heldur halda áfram að láta eins og hann sé ekki til staðar? Ef vímuefnaprófanir bjarga mannslífum, skal ég glöð tala fyrir þeim hvar sem er. Samtalið þarf að snúast um það hvernig við minnkum skaðann. Stefna Viðreisnar er að fólk með fíknivanda verði meðhöndlað í heilbrigðiskerfinu, en ekki sem glæpamenn. Fyrst útvegun nála, góð aðhlynning, boðlegar vistarverur, spjall og fræðsla bjarga fólki er engin ástæða til að hika. Framtak á borð við Frú Ragnheiði er ómetanlegt í baráttunni. Hugmyndafræði skaðaminnkunar sem þar er unnið eftir, á að vera fyrirmynd annarra. Og svo þarf meira til. Að taka ranga ákvörðun, missa tökin eða jafnvel sýna ítrekaðan dómgreindarbrest er hluti af því að vera mannlegur. En samfélagið hefur ýtt fólki í fíknivanda beinlínis út á glæpabrautina. Fyrst illa gengur að lækna sjúkdóminn hlýtur svarið að felast í því að breyta lögunum. Minnka skaðann, fremur en að taka upp refsivöndinn. Mætum fólki þar sem það er statt. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga það aftur inn í ljósið fremur en að horfa á eftir því hverfa endanlega í myrkrið. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Fíkn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf. Undanfarið hefur faraldur ópíóðalyfja fært okkur heim sanninn um skaðsemi þessara efna og hve lítið þarf til að ánetjast þeim. Sérfræðingar sem vinna með fólk í fíknivanda, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem ánetjast hefur efnunum hefur með réttu náð að beina sviðsljósinu að þessum veruleika undanfarið auk tónleika sem haldnir voru í Hörpu undir yfirskriftinni Vaknið. Og það eru orð að sönnu. Samfélagið þarf að vakna. Við heyrum sögur af ólöglegum efnum sem ungt fólk tekur, blandað dauðaskammti af löglegu læknadópi, án vitundar fórnarlambsins. Afleiðingarnar eru ömurlegar; ungmenni í blóma lífsins er fyrirvaralaust hrifsað frá sínum nánustu allt of snemma. Þetta eru ömurlegar fórnir. En hvað er til ráða? Reynsla annarra landa bendir til að faraldrinum haldi engin bönd. Gömlu ráðin virka ekki. Lyfin sem ráða þessum ömurlegu örlögum fólks í blóma lífsins eru lögleg sum hver, en önnur ekki. Meðferðarstofnanir eru sprungnar og úrræðin standa ekki til boða. Og fólk er eðlilega farið að grípa til sinna ráða. Á för minni um miðbæinn á dögunum sá ég fyrirtæki auglýsa starfsemi sína líkt og eðlilegt er. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vímuefnaprófum til einkanota. Prófin eru ekki til þess að skima fyrir því hvort fólk hafi notað vímuefni heldur eru þau ætluð til að prófa sjálf efnin. Prófin skima fyrir virkum efnum, íblöndunarefnum og styrkleika efna. Sala og dreifing á forræði ískaldra undirheima Framtak þessa fyrirtækis endurspeglar blindgötuna sem við stöndum frammi fyrir. Sala og dreifing þessara efna fer fram í myrkri - í ísköldum undirheimum þar sem hvorki er hirt um innihaldslýsingar né hefðbundin lögmál um ábyrgð söluaðila. Fyrirtækið býður upp á þjónustu sem þörf er á. Smá ljóstýru í myrkrinu. Eins konar gæðaeftirlit með eitri undirheimanna sem forðar fólki frá banvænni neyslu. Fræðsla um notkun ólöglegra og löglegra vímuefna þarf líka að vera meiri og í þróun. Ný efni bætast við og þekking okkar og nálgun á fíknivanda breytist líka eftir því sem við lærum meira. Ef til vill kann einhverjum að finnast skjóta skökku við að þingmaður setji á dagskrá umræðu um hvernig öruggast er að neyta fíkniefna. En hvað ef framtak á borð við þjónustu þessa fyrirtækis bjargar mannslífum? Við notkun vímuefna skiptir einfaldlega máli að sá sem neytir þeirra viti hvað hann er að taka. Að berja höfðinu við steininn Það er kominn tími til að við sem setjum reglurnar í samfélaginu horfumst í augu við veruleikann. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 gekk nefnilega ekki eftir. Stríðið gegn fíkniefnum hefur bara aukið á vandann og ýtt fólki sem áður var á jaðrinum enn lengra í þá átt. Hverjar eru leiðirnar til að draga úr þeirri óáran sem við okkur blasir? Hvernig ætlum við að passa upp á unga fólkið okkar? Ætlum við ekki að horfast í augu við vandann heldur halda áfram að láta eins og hann sé ekki til staðar? Ef vímuefnaprófanir bjarga mannslífum, skal ég glöð tala fyrir þeim hvar sem er. Samtalið þarf að snúast um það hvernig við minnkum skaðann. Stefna Viðreisnar er að fólk með fíknivanda verði meðhöndlað í heilbrigðiskerfinu, en ekki sem glæpamenn. Fyrst útvegun nála, góð aðhlynning, boðlegar vistarverur, spjall og fræðsla bjarga fólki er engin ástæða til að hika. Framtak á borð við Frú Ragnheiði er ómetanlegt í baráttunni. Hugmyndafræði skaðaminnkunar sem þar er unnið eftir, á að vera fyrirmynd annarra. Og svo þarf meira til. Að taka ranga ákvörðun, missa tökin eða jafnvel sýna ítrekaðan dómgreindarbrest er hluti af því að vera mannlegur. En samfélagið hefur ýtt fólki í fíknivanda beinlínis út á glæpabrautina. Fyrst illa gengur að lækna sjúkdóminn hlýtur svarið að felast í því að breyta lögunum. Minnka skaðann, fremur en að taka upp refsivöndinn. Mætum fólki þar sem það er statt. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga það aftur inn í ljósið fremur en að horfa á eftir því hverfa endanlega í myrkrið. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun