Verjum grænu svæðin fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júní 2023 08:01 Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun