Hæg rafvæðing hækkar olíuverð Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 1. júní 2023 12:30 Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar