Við búum í góðu samfélagi Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 2. júní 2023 09:59 Árið 2020 var samþykkt tillaga í ríkisstjórn Íslands um notkun svokallaðra velsældarvísa. Velsældarvísar eru mælingar sem gefa yfirsýn yfir hagsæld og lífsgæði á Íslandi og eru mikilvægir til að tryggja að árangur sé mældur út frá velsæld samfélaga en ekki eingöngu á efnahagslegum forsendum. Mælingar sýna að Ísland stendur sig mjög vel og hér er gott að búa. Markvisst hefur verið unnið að því að draga úr fátækt og byggja upp sterkt velferðarkerfi. Auk þess getum við státað okkur af því að Ísland er í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Heilt yfir höfum við verið á góðri leið þó svo að ýmsar áskoranir blasi við okkur vegna yfirstandandi verðbólgu sem við þurfum að ná niður. Það er hægt og það er forgangsverkefni okkar allra. Tölulegar staðreyndir Búið er að greina álagningu opinberra gjalda eftir tekjutíundum út frá skattframtölum. Í tekjutíund felst að búið er að skipta einstaklingum í 10 jafn stóra hópa þar sem sú fyrsta er með lægstu tekjurnar og sú tíunda með þær hæstu. Þegar litið er til baka til síðustu ára og skattframtöl rýnd má glögglega sjá að heildartekjur allra hópa á Íslandi hafa hækkað, almenningur greiðir minna í skatt fyrir utan þá allra tekjuhæstu sem borga meira en aðrir. Þessi greining sýnir fram á að þær tekjuskattsbreytingar sem ráðist hefur verið í hafa dregið úr skattbyrði lág- og millitekjuhópa en það hefur verið sú vegferð sem ríkisstjórnin hefur haft að leiðarljósi síðustu ár. Velsældarvísarnir eru á sama máli en þegar rýnt er í þá kemur fram að jafnvægi milli vinnu og einkalífs hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár, tekjur og ráðstöfunartekjur hafa hækkað auk þess sem hlutfall skulda heimila sem hlutfall af hreinni eign hafi farið lækkandi. Með öðrum orðum, við höfum búið við verulega aukinn kaupmátt. Þetta er hreint ekki svo slæm saga. Stuðningur við barnafjölskyldur Samkvæmt tölum OECD er óvíða meiri stuðningur við barnafjölskyldur en á Íslandi. Hér á landi beinast barnabætur sérstaklega að tekjulægri fjölskyldum, þeim fjölskyldum sem þurfa mest á þeim að halda. Á síðasta ári voru gerðar breytingar á barnabótakerfinu sem tryggðu barnafjölskyldum enn hærri barnabætur auk þess sem skerðingarmörk voru lækkuð. Það kemur kannski einhverjum á óvart en staðreyndin er sú að óskertur stuðningur til tekjulágra barnafjölskyldna er næstum því í öllum tilfellum hæstur hér miðað við annars staðar á Norðurlöndum. Þrátt fyrir að einhverjir hafi hátt og segi að lítið hafi verið gert fyrir barnafjölskyldur í landinu þá sýnir veruleikinn annað. Staðreyndin er sú að það er gott að ala upp barn á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Enn að húsnæðismálum Sá sem hér skrifar þreytist ekki á að skrifa um húsnæðismálin. Fólki á Íslandi er að fjölga hratt, hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. En á sama tíma er að hægjast verulega á markaðnum, fjármagnskostnaður hefur hækkað og byggingaraðilar halda að sér höndum. Af þessum ástæðum er samdráttur að verða í uppbyggingu íbúða á landinu sem er algjörlega þvert á það sem við þurfum á að halda. Ég hef bent á það í fjöldanum öllum af greinum síðustu misseri að keðjan er að rofna og ef ekkert er að gert muni ástandið nú aðeins leiða til mun hærra fasteignaverðs og hærra leiguverðs en við erum að horfa fram á í dag. Þetta mun auka þrýsting á verðbólguna. Undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, hafa verið kynnt metnaðarfull markmið um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032 í samvinnu við sveitarfélögin í landinu. Vinnan felst m.a. í að kortleggja lóðir sem til staðar eru, hvort sem það eru nýbyggingarsvæði eða þéttingarreitir, og gera kostnaðarmat svo hægt sé að framkvæma íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Hér er um að ræða mikla vinnu þar sem verið er að greina stöðuna á íslenskum íbúðamarkaði og nú í fyrsta skipti eru til haldbær gögn sem hægt er að styðjast við og vinna út frá. Sá sem hér skrifar telur afar mikilvægt til að ná tökum á núverandi ástandi verði að gefa í húsnæðisuppbygginu frekar en hitt og það með fleiri íbúðum byggðum með stofnframlögum. Íbúðir byggðar með stofnframlögum er ætlað að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Hér þarf einnig að rýmka viðmið þegar kemur að hlutdeildarlánum. Við sjáum að með þessari leið eiga fleiri einstaklingar möguleika á að fjárfesta í eigin húsnæði og á sama tíma fá byggingaraðilar aukna tiltrú á að halda áfram með framkvæmdir. Um þetta hef ég auðvitað skrifað áður og lagt til ýmsar tillögur til að tryggja nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis. Það kemur sumar eftir kaldan vetur Verðbólgan hefur vissulega sett allar okkar áætlanir upp í loft og sú góða saga sem við höfum haft frá að segja síðustu ár er fljót að gleymast. Líkt og ég hef áður fjallað um er verðbólgan sameiginlegt verkefni okkar allra og eitt helsta verkefni stjórnvalda í dag er að draga úr opinberum útgjöldum án þess þó að skerða heilbrigðis- og grunnþjónustu í landinu. Almenningur getur tekið þátt með því að draga saman seglin og þá hafa fyrirtæki landsins ákveðnu hlutverki að gegna og mega ekki falla í þá freistni að ýta öllum hækkunum út í verðlagið. Samkvæmt nýlegu verðlagseftirliti ASÍ hefur verð á matvöru hækkað um 14% á einu ári. Ég veit að ástandið er snúið ef svo má segja. Við erum að glíma við erfiða verðbólgu en við megum ekki missa augun af boltanum. Ég hef fullan skilning á að almenningur sé þreyttur á stýrivaxtahækkunum og sólarleysi en það má þó ekki vera þannig að við gleymum hversu gott við höfum það í raun og veru. Þegar öllu er á botninn hvolft þá búum við í góðu samfélagi, með sameiginlegu átaki allra höfum við möguleika til þess að halda áfram þeirri góðu vegferð sem við höfum verið á. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Árið 2020 var samþykkt tillaga í ríkisstjórn Íslands um notkun svokallaðra velsældarvísa. Velsældarvísar eru mælingar sem gefa yfirsýn yfir hagsæld og lífsgæði á Íslandi og eru mikilvægir til að tryggja að árangur sé mældur út frá velsæld samfélaga en ekki eingöngu á efnahagslegum forsendum. Mælingar sýna að Ísland stendur sig mjög vel og hér er gott að búa. Markvisst hefur verið unnið að því að draga úr fátækt og byggja upp sterkt velferðarkerfi. Auk þess getum við státað okkur af því að Ísland er í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Heilt yfir höfum við verið á góðri leið þó svo að ýmsar áskoranir blasi við okkur vegna yfirstandandi verðbólgu sem við þurfum að ná niður. Það er hægt og það er forgangsverkefni okkar allra. Tölulegar staðreyndir Búið er að greina álagningu opinberra gjalda eftir tekjutíundum út frá skattframtölum. Í tekjutíund felst að búið er að skipta einstaklingum í 10 jafn stóra hópa þar sem sú fyrsta er með lægstu tekjurnar og sú tíunda með þær hæstu. Þegar litið er til baka til síðustu ára og skattframtöl rýnd má glögglega sjá að heildartekjur allra hópa á Íslandi hafa hækkað, almenningur greiðir minna í skatt fyrir utan þá allra tekjuhæstu sem borga meira en aðrir. Þessi greining sýnir fram á að þær tekjuskattsbreytingar sem ráðist hefur verið í hafa dregið úr skattbyrði lág- og millitekjuhópa en það hefur verið sú vegferð sem ríkisstjórnin hefur haft að leiðarljósi síðustu ár. Velsældarvísarnir eru á sama máli en þegar rýnt er í þá kemur fram að jafnvægi milli vinnu og einkalífs hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár, tekjur og ráðstöfunartekjur hafa hækkað auk þess sem hlutfall skulda heimila sem hlutfall af hreinni eign hafi farið lækkandi. Með öðrum orðum, við höfum búið við verulega aukinn kaupmátt. Þetta er hreint ekki svo slæm saga. Stuðningur við barnafjölskyldur Samkvæmt tölum OECD er óvíða meiri stuðningur við barnafjölskyldur en á Íslandi. Hér á landi beinast barnabætur sérstaklega að tekjulægri fjölskyldum, þeim fjölskyldum sem þurfa mest á þeim að halda. Á síðasta ári voru gerðar breytingar á barnabótakerfinu sem tryggðu barnafjölskyldum enn hærri barnabætur auk þess sem skerðingarmörk voru lækkuð. Það kemur kannski einhverjum á óvart en staðreyndin er sú að óskertur stuðningur til tekjulágra barnafjölskyldna er næstum því í öllum tilfellum hæstur hér miðað við annars staðar á Norðurlöndum. Þrátt fyrir að einhverjir hafi hátt og segi að lítið hafi verið gert fyrir barnafjölskyldur í landinu þá sýnir veruleikinn annað. Staðreyndin er sú að það er gott að ala upp barn á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Enn að húsnæðismálum Sá sem hér skrifar þreytist ekki á að skrifa um húsnæðismálin. Fólki á Íslandi er að fjölga hratt, hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. En á sama tíma er að hægjast verulega á markaðnum, fjármagnskostnaður hefur hækkað og byggingaraðilar halda að sér höndum. Af þessum ástæðum er samdráttur að verða í uppbyggingu íbúða á landinu sem er algjörlega þvert á það sem við þurfum á að halda. Ég hef bent á það í fjöldanum öllum af greinum síðustu misseri að keðjan er að rofna og ef ekkert er að gert muni ástandið nú aðeins leiða til mun hærra fasteignaverðs og hærra leiguverðs en við erum að horfa fram á í dag. Þetta mun auka þrýsting á verðbólguna. Undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, hafa verið kynnt metnaðarfull markmið um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032 í samvinnu við sveitarfélögin í landinu. Vinnan felst m.a. í að kortleggja lóðir sem til staðar eru, hvort sem það eru nýbyggingarsvæði eða þéttingarreitir, og gera kostnaðarmat svo hægt sé að framkvæma íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Hér er um að ræða mikla vinnu þar sem verið er að greina stöðuna á íslenskum íbúðamarkaði og nú í fyrsta skipti eru til haldbær gögn sem hægt er að styðjast við og vinna út frá. Sá sem hér skrifar telur afar mikilvægt til að ná tökum á núverandi ástandi verði að gefa í húsnæðisuppbygginu frekar en hitt og það með fleiri íbúðum byggðum með stofnframlögum. Íbúðir byggðar með stofnframlögum er ætlað að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Hér þarf einnig að rýmka viðmið þegar kemur að hlutdeildarlánum. Við sjáum að með þessari leið eiga fleiri einstaklingar möguleika á að fjárfesta í eigin húsnæði og á sama tíma fá byggingaraðilar aukna tiltrú á að halda áfram með framkvæmdir. Um þetta hef ég auðvitað skrifað áður og lagt til ýmsar tillögur til að tryggja nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis. Það kemur sumar eftir kaldan vetur Verðbólgan hefur vissulega sett allar okkar áætlanir upp í loft og sú góða saga sem við höfum haft frá að segja síðustu ár er fljót að gleymast. Líkt og ég hef áður fjallað um er verðbólgan sameiginlegt verkefni okkar allra og eitt helsta verkefni stjórnvalda í dag er að draga úr opinberum útgjöldum án þess þó að skerða heilbrigðis- og grunnþjónustu í landinu. Almenningur getur tekið þátt með því að draga saman seglin og þá hafa fyrirtæki landsins ákveðnu hlutverki að gegna og mega ekki falla í þá freistni að ýta öllum hækkunum út í verðlagið. Samkvæmt nýlegu verðlagseftirliti ASÍ hefur verð á matvöru hækkað um 14% á einu ári. Ég veit að ástandið er snúið ef svo má segja. Við erum að glíma við erfiða verðbólgu en við megum ekki missa augun af boltanum. Ég hef fullan skilning á að almenningur sé þreyttur á stýrivaxtahækkunum og sólarleysi en það má þó ekki vera þannig að við gleymum hversu gott við höfum það í raun og veru. Þegar öllu er á botninn hvolft þá búum við í góðu samfélagi, með sameiginlegu átaki allra höfum við möguleika til þess að halda áfram þeirri góðu vegferð sem við höfum verið á. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun