Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 22:23 Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna frétta dagsins segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Vísir/Einar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni. Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni.
Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira