Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2023 08:02 Twana Khalid Ahmed segir pylsusölu og dómgæslu fara vel saman. Vísir/Sigurjón Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira