Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 20:36 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaganna, Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00