„Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 11:31 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu af 25 mörkum sínum fyrir Ísland. Hann er einu marki frá því að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12