Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 14:46 Svonefndar Tetra Pak-umbóðir, fernur sem eru samsettar úr pappír og plasti, torvelda endurvinnslu á pappír. Sorpa ætlar nú að láta flokka fernurnar sérstaklega frá öðrum pappír í Svíþjóð. Vísir/Getty Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar. Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir. Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir.
Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23