Þriðji í sögunni til að fara á tíu heimsleika í röð: „Kominn tími á að ég klári þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2023 10:30 Björgvin Karl Guðmundsson er á leið á sína tíundu heimsleika í röð. Instagram Björgvin Karl Guðmundsson hefur fyrir löngu sannað sig sem einn fremsti CrossFit-karl heims. Hann vann sér inn sæti á sínum tíundu heimsleikum í röð um síðustu helgi og er nú einn af aðeins þremur körlum í heiminum sem hafa náð þeim árangri. Björgvin endaði í áttunda sæti á sterku undanúrslitamóti í Berlín síðastliðinn sunnudag og tryggði sér um leið sæti á heimsleikunum. Ellefu efstu á mótinu fengu keppnisrétt og því ljóst að Björgvin er á leið á sína tíundu heimsleika í röð. „Ég var kannski ekkert endilega að pæla í því,“ sagði Björgvin aðspurður að því hvernig tilfinningin væri að vera búinn að ná þessum árangri. „Það er alveg nóg af hlutum sem maður er að spá í þannig að ég lét þetta ekkert trufla mig. En ég vissi samt fyrir nokkrum mánuðum að ef þetta tækist þá væri ég einn af þessum þremur sem hefur gert þetta frá upphafi. Við erum núna þrír sem höfum gert þetta, að ná tíu í röð án þess að taka pásu á milli.“ „Þannig að jú það var auðvitað gaman og alltaf mikill léttir þegar maður er búinn á þessu Evrópumóti.“ Setur þá kröfu á sig að komast á heimsleikana Björgvin segir að þrátt fyrir að það sé alltaf sætt að ná markmiðum sínum og komast inn á heimsleikana sé það kannski ekki alveg sama tilfinning og fyrstu árin. „Ég man fyrstu þrjú til fjögur árin þá var maður ótrúlega spenntur fyrir því að þetta hafi tekist og kannski miklu þakklátari þá. En ég tek þessum mótum auðvitað alltaf mjög alvarlega, en ég er líka að búast við því að ég sé að komast í gegn.“ mynd/facebook/dubai crossfit championship Hefði ekki trúað þessu fyrir tíu árum Björgvin fór fyrst á heimsleikana árið 2014 og segir að á þeim tíma hafi hann ekki endilega verið að búast við því að hann kæmist inn á leikana tíu ár í röð. „Ef þú hefðir sagt þetta við mig 2014 þá hefði ég aldrei trúað þér. Það er alveg raunverulega svoleiðis. Í góðan tíma hugsaði maður alltaf um hvernig þetta yrði árið eftir og hvort það væri hægt að toppa sig. Maður vissi alveg að það yrði erfitt og krefjandi að mæta alltaf tvíefldur til baka og þurfa alltaf að „performa“ til að komast þarna inn.“ Þetta hefur aldrei verið þannig að maður labbi bara í gegn. „Það er bara skrýtið að hugsa til þess að þetta séu orðin tíu ár því tíminn er bara fljótur að líða og mér finnst bara eins og ég sé ekki búinn að vera að þessu í tíu ár,“ bætti Björgvin við. Árangur á Evrópumóti endurspegli ekki gengi á heimsleikum Þá segir Björgvin að markmiðasetningin fyrir hvert CrossFit-mót geti verið erfið þar sem keppendur vita oft ekki fyrr en á síðustu stundu í hverju er verið að fara að keppa. „Við erum náttúrulega ekki alltaf að keppa í sömu hlutunum. Æfingarnar í ár hafa aldrei verið svona og í fyrra var þetta allt öðruvísi en þetta verður núna. Þannig að það skiptir auðvitað alltaf smávegis máli í hvaða röð og hvernig æfingarnar verða síðan á heimsleikunum.“ „Það er einhvernveginn þannig að það þarf ekkert endilega að endurspeglast gengið á Evrópumítnu og svo gengið á heimsleikunum. Þetta er bara töluvert öðruvísi keppni og svo náttúrulega vitum við ekkert hvað kemur. Þannig að ég er eiginlega bara mjög feginn að Evrópumótið sé búið því þá get ég hætt að hugsa um það, því það er búið að vera ofarlega í hausnum á manni í nokkra mánuði núna, og farið að fókusa á hlutina sem þurfa að vera á hreinu fyrir heimsleikana.“ „Það eru fullt af hlutum sem þeir geta ekkert verið að prófa mann í á Evrópumótinu, en munu koma á heimsleikunum. Einhverjar greinar sem eru meira úti, í sjó og opnu vatni. Kannski meira útihlaup og allskonar hlutir sem þú tekur ekkert endilega með þér inn í gymmið. Á meðan á Evrópumótinu er kannski meira verið að nota hefðbundinn búnað sem allir komast í.“ Hvert tímabil taki miklum breytingum Björgvin segir einnig að tímabilið í CrossFit taki miklum breytingum ár hvert og sé í raun tvískipt. Verið sé að gera svipaða hluti framan af ári, en miklar breytingar eigi sér stað þegar fer að nálgast heimsleikana. „Þetta breytist í rauninni rosa mikið núna. Við getum ímyndað okkur núna frá því að tímabilið byrjar þarna einhverntíman í febrúar þá er fókusinn kannski ekki ósvipaður alveg þangað til núna, en svo breytist undirbúningstímabilið að því leytinu til að við förum til Bandaríkjanna og förum að aðlagast aðstæðum þar, ásamt því að fara meira út í þessa hluti sem þeir eru þekktir fyrir að prófa mann í á leikunum.“ Björgvin Karl varð þriðji í karlaflokki heimsleikana árin 2015 og 2019. Frí á næsta ári ef hann vinnur í ár Besti árangur Björgvins á heimsleikum í CrossFit er 3. sæti. Þeim áfanga náði hann bæði á leikunum árið 2015 sem og 2019, en hann segir að nú sé kominn tími á að stefna enn hærra. „Ég get alveg sagt þér það að ef ég klára þetta í ár þá held ég að ég þurfi ekkert að taka ellefta árið,“ sagði Björgvin léttur. „En jú það er alveg kominn tími á það að ég klári þetta.“ Þrátt fyrir mögulegt frí á næsta ári ef hann vinnur í ár segist Björgvin þó eiga nóg eftir. „Ég byrjaði nógu ungur til að það sé enn eitthvað inni. Svo eru það bara öldungamótin eftir það og maður heldur bara áfram,“ sagði Björgvin að lokum. CrossFit Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Björgvin endaði í áttunda sæti á sterku undanúrslitamóti í Berlín síðastliðinn sunnudag og tryggði sér um leið sæti á heimsleikunum. Ellefu efstu á mótinu fengu keppnisrétt og því ljóst að Björgvin er á leið á sína tíundu heimsleika í röð. „Ég var kannski ekkert endilega að pæla í því,“ sagði Björgvin aðspurður að því hvernig tilfinningin væri að vera búinn að ná þessum árangri. „Það er alveg nóg af hlutum sem maður er að spá í þannig að ég lét þetta ekkert trufla mig. En ég vissi samt fyrir nokkrum mánuðum að ef þetta tækist þá væri ég einn af þessum þremur sem hefur gert þetta frá upphafi. Við erum núna þrír sem höfum gert þetta, að ná tíu í röð án þess að taka pásu á milli.“ „Þannig að jú það var auðvitað gaman og alltaf mikill léttir þegar maður er búinn á þessu Evrópumóti.“ Setur þá kröfu á sig að komast á heimsleikana Björgvin segir að þrátt fyrir að það sé alltaf sætt að ná markmiðum sínum og komast inn á heimsleikana sé það kannski ekki alveg sama tilfinning og fyrstu árin. „Ég man fyrstu þrjú til fjögur árin þá var maður ótrúlega spenntur fyrir því að þetta hafi tekist og kannski miklu þakklátari þá. En ég tek þessum mótum auðvitað alltaf mjög alvarlega, en ég er líka að búast við því að ég sé að komast í gegn.“ mynd/facebook/dubai crossfit championship Hefði ekki trúað þessu fyrir tíu árum Björgvin fór fyrst á heimsleikana árið 2014 og segir að á þeim tíma hafi hann ekki endilega verið að búast við því að hann kæmist inn á leikana tíu ár í röð. „Ef þú hefðir sagt þetta við mig 2014 þá hefði ég aldrei trúað þér. Það er alveg raunverulega svoleiðis. Í góðan tíma hugsaði maður alltaf um hvernig þetta yrði árið eftir og hvort það væri hægt að toppa sig. Maður vissi alveg að það yrði erfitt og krefjandi að mæta alltaf tvíefldur til baka og þurfa alltaf að „performa“ til að komast þarna inn.“ Þetta hefur aldrei verið þannig að maður labbi bara í gegn. „Það er bara skrýtið að hugsa til þess að þetta séu orðin tíu ár því tíminn er bara fljótur að líða og mér finnst bara eins og ég sé ekki búinn að vera að þessu í tíu ár,“ bætti Björgvin við. Árangur á Evrópumóti endurspegli ekki gengi á heimsleikum Þá segir Björgvin að markmiðasetningin fyrir hvert CrossFit-mót geti verið erfið þar sem keppendur vita oft ekki fyrr en á síðustu stundu í hverju er verið að fara að keppa. „Við erum náttúrulega ekki alltaf að keppa í sömu hlutunum. Æfingarnar í ár hafa aldrei verið svona og í fyrra var þetta allt öðruvísi en þetta verður núna. Þannig að það skiptir auðvitað alltaf smávegis máli í hvaða röð og hvernig æfingarnar verða síðan á heimsleikunum.“ „Það er einhvernveginn þannig að það þarf ekkert endilega að endurspeglast gengið á Evrópumítnu og svo gengið á heimsleikunum. Þetta er bara töluvert öðruvísi keppni og svo náttúrulega vitum við ekkert hvað kemur. Þannig að ég er eiginlega bara mjög feginn að Evrópumótið sé búið því þá get ég hætt að hugsa um það, því það er búið að vera ofarlega í hausnum á manni í nokkra mánuði núna, og farið að fókusa á hlutina sem þurfa að vera á hreinu fyrir heimsleikana.“ „Það eru fullt af hlutum sem þeir geta ekkert verið að prófa mann í á Evrópumótinu, en munu koma á heimsleikunum. Einhverjar greinar sem eru meira úti, í sjó og opnu vatni. Kannski meira útihlaup og allskonar hlutir sem þú tekur ekkert endilega með þér inn í gymmið. Á meðan á Evrópumótinu er kannski meira verið að nota hefðbundinn búnað sem allir komast í.“ Hvert tímabil taki miklum breytingum Björgvin segir einnig að tímabilið í CrossFit taki miklum breytingum ár hvert og sé í raun tvískipt. Verið sé að gera svipaða hluti framan af ári, en miklar breytingar eigi sér stað þegar fer að nálgast heimsleikana. „Þetta breytist í rauninni rosa mikið núna. Við getum ímyndað okkur núna frá því að tímabilið byrjar þarna einhverntíman í febrúar þá er fókusinn kannski ekki ósvipaður alveg þangað til núna, en svo breytist undirbúningstímabilið að því leytinu til að við förum til Bandaríkjanna og förum að aðlagast aðstæðum þar, ásamt því að fara meira út í þessa hluti sem þeir eru þekktir fyrir að prófa mann í á leikunum.“ Björgvin Karl varð þriðji í karlaflokki heimsleikana árin 2015 og 2019. Frí á næsta ári ef hann vinnur í ár Besti árangur Björgvins á heimsleikum í CrossFit er 3. sæti. Þeim áfanga náði hann bæði á leikunum árið 2015 sem og 2019, en hann segir að nú sé kominn tími á að stefna enn hærra. „Ég get alveg sagt þér það að ef ég klára þetta í ár þá held ég að ég þurfi ekkert að taka ellefta árið,“ sagði Björgvin léttur. „En jú það er alveg kominn tími á það að ég klári þetta.“ Þrátt fyrir mögulegt frí á næsta ári ef hann vinnur í ár segist Björgvin þó eiga nóg eftir. „Ég byrjaði nógu ungur til að það sé enn eitthvað inni. Svo eru það bara öldungamótin eftir það og maður heldur bara áfram,“ sagði Björgvin að lokum.
CrossFit Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira