Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 11:30 Gervihnattarmynd af Kakhovka stíflunni eftir að hún brast í gær. Sérfræðingar segja líklegustu skýringuna vera þá að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inn í stíflunni og gat sprengt á hana. AP/Maxar Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. Sérfræðingar sem blaðamenn New York Times ræddu við segja mögulegt að stíflan hafi brostið vegna álagsins frá háu stöðulóninu, sem var í hæstu hæðum, en það sé ólíklegt. Þeir tóku fram að gögn um hvað kom fyrir væru takmörkuð en líklegasta útskýringin væri að sprengjum hefði verið komið fyrir inn í stíflunni og hún skemmd þannig. Þeir segja að mikið magn sprengiefna myndi þurfa til en íbúar á svæðinu hafa sagt að hávær sprenging hafi heyrst. Árás með eldflaug eða sprengju, sem hefði sprungið fyrir utan stífluna, hefði líklega ekki valdið svo miklum skemmdum. Heilu hverfi Kherson-borgar eru á kafi en búist er við því að vatnið muni hækka enn frekar þegar líður á daginn.AP/Libkos Stíflan hafði skemmst áður í átökum milli Rússa og Úkraínumanna en áðurnefndir sérfræðingar segja að miðað að myndir af stíflunni, frá því áður en hún brast, hafi skemmdirnar ekki verið nægar til að valda þeim skaða á stíflunni sem myndir sýna að hún varð fyrir. Sjá einnig: Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Áðurnefndir sérfræðingar segja að ef hátt stöðulónið hefði valdið skemmdunum, hefðu þær fyrst verið sýnilegar á öðrum hlutum stíflunnar en á þeim steypta. Vatnið hefði fyrst grafið sig í gegnum jarðveg en myndir sýna að vatn byrjaði að flæða í gegnum miðja stífluna. Fyrsta gatið á stíflunni myndaðist við hlið orkuversins á henni, við bakkann sem Rússar halda. Gatið hefur svo stækkað töluvert síðan þá. Umfangsmikið björgunarstarf hefur farið fram á vesturbakka Dnipróár. Fjölmargar byggðir hafa orðið fyrir flóðum.AP/Roman Hrytsyna Úkraínumenn og Rússar saka hverja aðra um að hafa sprengt stífluna upp. Rússar höfðu stjórn á henni og flóðin gera Úkraínumönnum erfiðara með að reyna að komast yfir Dnipróá. Hernaðarsérfræðingar telja þó ólíklegt að Úkraínumenn hafi ætlað sér að reyna að komast yfir ánna. Sjá einnig: Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Án uppistöðulónsins flæðir ferskt vatn ekki til Krímskaga. Russia's man-made ecocide. pic.twitter.com/SM1Cd6WCvB— Andriy Yermak (@AndriyYermak) June 7, 2023 Video from survivors on the Russian-occupied (and much lower lying) left bank of the Dnipro, gives a good sense of the scale of destruction there. pic.twitter.com/gP9eT1XbE1— Roland Oliphant (@RolandOliphant) June 7, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48 Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Sérfræðingar sem blaðamenn New York Times ræddu við segja mögulegt að stíflan hafi brostið vegna álagsins frá háu stöðulóninu, sem var í hæstu hæðum, en það sé ólíklegt. Þeir tóku fram að gögn um hvað kom fyrir væru takmörkuð en líklegasta útskýringin væri að sprengjum hefði verið komið fyrir inn í stíflunni og hún skemmd þannig. Þeir segja að mikið magn sprengiefna myndi þurfa til en íbúar á svæðinu hafa sagt að hávær sprenging hafi heyrst. Árás með eldflaug eða sprengju, sem hefði sprungið fyrir utan stífluna, hefði líklega ekki valdið svo miklum skemmdum. Heilu hverfi Kherson-borgar eru á kafi en búist er við því að vatnið muni hækka enn frekar þegar líður á daginn.AP/Libkos Stíflan hafði skemmst áður í átökum milli Rússa og Úkraínumanna en áðurnefndir sérfræðingar segja að miðað að myndir af stíflunni, frá því áður en hún brast, hafi skemmdirnar ekki verið nægar til að valda þeim skaða á stíflunni sem myndir sýna að hún varð fyrir. Sjá einnig: Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Áðurnefndir sérfræðingar segja að ef hátt stöðulónið hefði valdið skemmdunum, hefðu þær fyrst verið sýnilegar á öðrum hlutum stíflunnar en á þeim steypta. Vatnið hefði fyrst grafið sig í gegnum jarðveg en myndir sýna að vatn byrjaði að flæða í gegnum miðja stífluna. Fyrsta gatið á stíflunni myndaðist við hlið orkuversins á henni, við bakkann sem Rússar halda. Gatið hefur svo stækkað töluvert síðan þá. Umfangsmikið björgunarstarf hefur farið fram á vesturbakka Dnipróár. Fjölmargar byggðir hafa orðið fyrir flóðum.AP/Roman Hrytsyna Úkraínumenn og Rússar saka hverja aðra um að hafa sprengt stífluna upp. Rússar höfðu stjórn á henni og flóðin gera Úkraínumönnum erfiðara með að reyna að komast yfir Dnipróá. Hernaðarsérfræðingar telja þó ólíklegt að Úkraínumenn hafi ætlað sér að reyna að komast yfir ánna. Sjá einnig: Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Rússar tóku stífluna á fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra en hún hefur meðal annars séð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, fyrir vatni. Án uppistöðulónsins flæðir ferskt vatn ekki til Krímskaga. Russia's man-made ecocide. pic.twitter.com/SM1Cd6WCvB— Andriy Yermak (@AndriyYermak) June 7, 2023 Video from survivors on the Russian-occupied (and much lower lying) left bank of the Dnipro, gives a good sense of the scale of destruction there. pic.twitter.com/gP9eT1XbE1— Roland Oliphant (@RolandOliphant) June 7, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48 Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. 7. júní 2023 07:48
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16