Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2023 15:49 Rostungurinn hefur lítið hreyft sig undanfarna klukkustund. Vísir/Vilhelm Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm
Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41
Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21