Inter Miami reynir einnig fá Di María og Busquets Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 15:31 Inter Miami vill fá þá Ángel Di María og Sergio Busquets til liðs við sig. Hér mætast þeir félagar í El Clasico árið 2011. Jasper Juinen/Getty Images Inter Miami ætlar sér greinilega stóra hluti í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu á komandi mánuðum. Lionel Messi er á leið til félagsins og nú berast fréttir af því að liðið ætli sér einnig að klófesta þá Ángel Di María og Sergio Busquets. Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna. Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna.
Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27