Þriggja ára fiðlusnillingur á Fiðlufjöri á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2023 20:31 Chrissie Telma Guðmundsdóttir umsjónarmaður Fiðlufjörs á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur er nú staddur á Hvolsvelli á „Fiðlufjöri“, sem er nokkurra daga námskeið fyrir börn og unglinga af öllu landinu í fiðluleik. Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli
Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira